Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 28
122 NATTÚRUFRÆÐI NGURINN minna áberandi en H;i og H4. Ber mest á því í jarðvegssniðum, sem liafa náð að þorna (sbr. 10. mynd). f ritgerðinni The Teplira- fall from Hekla kemst ég svo að orði um aldur þess: „Ég hef áður gizkað á að aldur þess væri 7000—8000 ár, en það er mjög laus- leg ágizkun og líklega einhverju of há“ (Sig. Þórarinsson 1954b, bls. 44). Sumarið 1952 tók ég mósýnishorn rétt undan öskulaginu H5 í skurðgröfuskurði skammt norður af bænum Moldhaugum í Glæsi- bæjarhreppi, Eyf. Sýnishornið var sent til Kaupmannahafnar og aldursákvarðað þar 1954. Þessi aldursákvörðun hefur einnig verið leiðrétt vegna „Suess effect“. Hefur hún birzt í sömu ritgerðum og sú næsta hér á undan. Öskulagið H5 er ofan á elsta Þjórsárhrauni sunnan við Vatna- garða. í Ófærugili, norðvestur af Heklu, er það næstum 1 metri á þykkt. Þar eð aldursákvörðun þessa víðáttumikla öskulags er næsta þýð- ingarmikil fyrir frjógreinendur og fyrir þá, sem rannsaka vilja jarð- vegsmyndun á íslandi, væri æskilegt að fá öskulagið aldursákvarð- að að nýju. Mór rétt undir ljósa Hekluöskulaginu Hx (Hr-'1104) í bakka skammt suðvestur af Vaðbrekku, Hrafnkelsdal (9) 770 ± 90 ár (T-394) Hinn 18. júní 1962 skrapp ég austur í Hrafnkelsdal, að tilhlut- an Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar og fyrir beiðni Aðalsteins Aðalsteinssonar bónda á Vaðbrekku. Tilefnið var það, að þeir Vað- brekkumenn höfðu grafið fyrir nýrri fjárhúsbyggingu hjá beitar- húsum, þar sem heita Þórisstaðir austan Hrafnkelu, um 2 km sunnan við Vaðbrekku. Komu þeir þá niður á hrúgu kindabeina, sem voru meira eða minna brennd. Það sem var athyglisvert við joennan beinafund var, að yfir beinahrúgunni lá óhreyft, ljóst ösku- lag, sem er að finna um allan Hrafnkelsdal og Jökiddal og víðar þar eystra. Þetta lag er allmiklu eldra en ljósa lagið frá Öræfa- jökulsgosinu 1362, sem er mjög greinilegt alls staðar þarna um slóðir. Ég hafði áður athugað þetta lag, en verið í hálfgerðum vandræðum með það. Hugsast gat, og það var mín upphaflega

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.