Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 52
146
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Einar I. Siggeirsson:
Ónæmi kartaflna gegn hnúðormum
Sumarið 1953 fundust hnúðormar í fyrsta sinn á kartöflujurtum
hér á landi (2). Hnúðormarnir tilheyra þeinr flokki orma, er þráð-
ormar nefnast. Þeir lifa oft sníkjulífi í meltingarfærunr nranna
og dýra, svo og á rótum jurta. Tegund sú, er lifir snýkjulífi á rót-
um kartaflna nefnist Heteroder rostochiensis Woll. Hún getur
einnig lifað á rótum tómatjurtarinnar. Ormarnir lifa ekki á sjálf-
um kartöflununr eða á ávöxtum tómatjurtarinnar.
Hnúðormarnir eru mjög litlir. Fullþroska kvendýr er 0.5—08
mm á lengd og karldýr unr 1.0 mnr. Æxlun þeirra fer fram í jarð-
veginum. Að lokinni æxlun deyr karldýrið, en kvendýrið leitar að
kartöflurót og smýgur inn í hana við vaxtarbroddinn. Kvendýrið
byrjar strax að taka til sín næringu frá jurtinni og mynda egg.
Eggin safnast fyrir í líkama kvendýrsins, en við það þenst dýrið
út og er sýnilegt með berum augum sem dropalaga kúlur á kar-
töflurótunum.
Með snýkjulífi sínu draga hnúðormarnir mjög úr kartöfluupp-
skerunni, og getur rýrnunin numið % miðað við uppskeru úr heil-
brigðum görðum. Útrýming hnúðorma úr sjúkum jarðvegi hefur
gengið misjafnlega. Reynt hefur verið að svelta þá úr jarðvegin-
um með því að rækta ekki kartöflur í landinu í 8—10 ár, en rækta
í þeirra stað einhverjar ónæmar jurtir eða breyta landinu í tún.
Þá hafa verið framleidd nokkur eiturlyf, sem útrýma hnúðorm-
unum að mestu úr sjúkum jarðvegi, en þau hafa ekki náð útbreiðslu
vegna þess, að þau eru dýr og almenningi hefur ekki verið treyst-
andi til að fara með þau.
Kartöfluhnúðormar fundust fyrst í Bandaríkjunum 1943 á eyj-
unni Long Island. Voru þá sett mjög ströng lög, er settu á rækt-
unarbann alls staðar, þar sem hnúðormar fundust. Lögunum hef-
ur verið harkalega framfylgt, og hefur kostnaðurinn til ársins
1958 numið um 10 milljónum dala eða nálægt kr. 450,000,000,00.