Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 52
146 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Einar I. Siggeirsson: Ónæmi kartaflna gegn hnúðormum Sumarið 1953 fundust hnúðormar í fyrsta sinn á kartöflujurtum hér á landi (2). Hnúðormarnir tilheyra þeinr flokki orma, er þráð- ormar nefnast. Þeir lifa oft sníkjulífi í meltingarfærunr nranna og dýra, svo og á rótum jurta. Tegund sú, er lifir snýkjulífi á rót- um kartaflna nefnist Heteroder rostochiensis Woll. Hún getur einnig lifað á rótum tómatjurtarinnar. Ormarnir lifa ekki á sjálf- um kartöflununr eða á ávöxtum tómatjurtarinnar. Hnúðormarnir eru mjög litlir. Fullþroska kvendýr er 0.5—08 mm á lengd og karldýr unr 1.0 mnr. Æxlun þeirra fer fram í jarð- veginum. Að lokinni æxlun deyr karldýrið, en kvendýrið leitar að kartöflurót og smýgur inn í hana við vaxtarbroddinn. Kvendýrið byrjar strax að taka til sín næringu frá jurtinni og mynda egg. Eggin safnast fyrir í líkama kvendýrsins, en við það þenst dýrið út og er sýnilegt með berum augum sem dropalaga kúlur á kar- töflurótunum. Með snýkjulífi sínu draga hnúðormarnir mjög úr kartöfluupp- skerunni, og getur rýrnunin numið % miðað við uppskeru úr heil- brigðum görðum. Útrýming hnúðorma úr sjúkum jarðvegi hefur gengið misjafnlega. Reynt hefur verið að svelta þá úr jarðvegin- um með því að rækta ekki kartöflur í landinu í 8—10 ár, en rækta í þeirra stað einhverjar ónæmar jurtir eða breyta landinu í tún. Þá hafa verið framleidd nokkur eiturlyf, sem útrýma hnúðorm- unum að mestu úr sjúkum jarðvegi, en þau hafa ekki náð útbreiðslu vegna þess, að þau eru dýr og almenningi hefur ekki verið treyst- andi til að fara með þau. Kartöfluhnúðormar fundust fyrst í Bandaríkjunum 1943 á eyj- unni Long Island. Voru þá sett mjög ströng lög, er settu á rækt- unarbann alls staðar, þar sem hnúðormar fundust. Lögunum hef- ur verið harkalega framfylgt, og hefur kostnaðurinn til ársins 1958 numið um 10 milljónum dala eða nálægt kr. 450,000,000,00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.