Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 35
N Á'T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N 129 ustu ísöld huldi þykkur jökulskjöldur meginhluta íslands. Farg jökulsins jrrýsti landinu allmikið niður og þar mest, sem jökul- skjöldurinn var þykkastur. í öðru lagi er þess að geta, að á ís- öldum jökultímans var mikið aí' vatnsbirgðum jarðarinnar bundið í víðáttumiklum og þykkum meginlandsjöklum, sem á liámarki síð- ustu ísaldar huldu 1/4 landjarðarinnar. í dag þekja jöklar 1/10 landjarðarinnar. Allt það vatn, sem bundið var í jöklum, var komið úr heimshöfunum, svo að sjávarborð hafanna mun hafa verið 100— 150 m lægra á hámarki síðustu ísaldar en í dag. Þegar jöklar voru hvað stærstir á síðustu ísöld, mun því sá hluti landgrunnsins, sem liggur ofan 100 m dýptarlínu, hafa verið þurrlendi, að vísu víðast hulið jöklum, sem kelfdu í sjó fram. Er leið á síðustu ísöld, fór loftslag stöðugt hlýnandi og rýrnuðu jöklar því mjög. Af völdum hins mikla leysingarvatns, sem bættist í heimshöfin, hækkaði sjávarborðið mjög ört, en jafnframt tók landið að rísa, er jökulfarginu létti. Hækkun sjávarborðsins var lengi vel hraðari en lyfting landsins, enda eru hreyfingar jarðskorp- unnar alla jafna fremur hægar. Sjórinn fylgdi því hörfandi jöklun- um fast eftir og flæddi fyrst yfir landgrunnsspilduna og síðan lág- lendið. Er lyfting landsins og hækkun sjávarborðsins voru orðnar jafnar, munu fjörumörk hafa verið hvað hæst liér á landi. Jafnræði hreyfinganna mun hafa staðið alllangan tíma svo sem greinileg brimþrep og þykk sjávarset sýna. Jafnvægi þetta raskaðist, er jöklar nálguðust þá stærð, sem þeir hafa nú, og hækkun sjávar- borðsins linnti, en lyfting landsins hélt áfram. Eins og áður getur þrýsti jökullinn landinu mest niður, þar sem hann var þykkastur. Landið reis því meira inn til dala en á nesjum og skögum. Jökullinn hafði verið þykkastur um suðurhluta lands- ins (Guðmundur Kjartansson 1964). Þannig eru hæstu fjörumörk 13. mynd. Kort, sem sýnir hæð hæstu fjörumarka og svæði, sem voru undir sjó í lok jökultímans (svart). Einnig er sýnd lega jaðars meginjökulsins á Búðaskeiðinu: 1: Svæði undir sjó á síðjökultíma. 2: Jökuljaðar á Búðaskeiðinu. 3: Lega jaðars jökulsins á Búðaskeiðinu óviss. 4: Núverandi jöklar. 5: Hæð hæstu fjörumarka yfir núverandi sjávarmáli. — Kortið er samið í samræmi við ýmsar heimildir. A compiled mnp showing tlie highest shore lines and areas submerged in Late Glacial Times in Iceland: I: Submerged areas. 2: Margin of liudi stage glacier. 3: Uncertain margins of Budi slage glacier. 4: Present glaciers. 5: Height of highest shore lines.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.