Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 35

Náttúrufræðingurinn - 1964, Síða 35
N Á'T T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N 129 ustu ísöld huldi þykkur jökulskjöldur meginhluta íslands. Farg jökulsins jrrýsti landinu allmikið niður og þar mest, sem jökul- skjöldurinn var þykkastur. í öðru lagi er þess að geta, að á ís- öldum jökultímans var mikið aí' vatnsbirgðum jarðarinnar bundið í víðáttumiklum og þykkum meginlandsjöklum, sem á liámarki síð- ustu ísaldar huldu 1/4 landjarðarinnar. í dag þekja jöklar 1/10 landjarðarinnar. Allt það vatn, sem bundið var í jöklum, var komið úr heimshöfunum, svo að sjávarborð hafanna mun hafa verið 100— 150 m lægra á hámarki síðustu ísaldar en í dag. Þegar jöklar voru hvað stærstir á síðustu ísöld, mun því sá hluti landgrunnsins, sem liggur ofan 100 m dýptarlínu, hafa verið þurrlendi, að vísu víðast hulið jöklum, sem kelfdu í sjó fram. Er leið á síðustu ísöld, fór loftslag stöðugt hlýnandi og rýrnuðu jöklar því mjög. Af völdum hins mikla leysingarvatns, sem bættist í heimshöfin, hækkaði sjávarborðið mjög ört, en jafnframt tók landið að rísa, er jökulfarginu létti. Hækkun sjávarborðsins var lengi vel hraðari en lyfting landsins, enda eru hreyfingar jarðskorp- unnar alla jafna fremur hægar. Sjórinn fylgdi því hörfandi jöklun- um fast eftir og flæddi fyrst yfir landgrunnsspilduna og síðan lág- lendið. Er lyfting landsins og hækkun sjávarborðsins voru orðnar jafnar, munu fjörumörk hafa verið hvað hæst liér á landi. Jafnræði hreyfinganna mun hafa staðið alllangan tíma svo sem greinileg brimþrep og þykk sjávarset sýna. Jafnvægi þetta raskaðist, er jöklar nálguðust þá stærð, sem þeir hafa nú, og hækkun sjávar- borðsins linnti, en lyfting landsins hélt áfram. Eins og áður getur þrýsti jökullinn landinu mest niður, þar sem hann var þykkastur. Landið reis því meira inn til dala en á nesjum og skögum. Jökullinn hafði verið þykkastur um suðurhluta lands- ins (Guðmundur Kjartansson 1964). Þannig eru hæstu fjörumörk 13. mynd. Kort, sem sýnir hæð hæstu fjörumarka og svæði, sem voru undir sjó í lok jökultímans (svart). Einnig er sýnd lega jaðars meginjökulsins á Búðaskeiðinu: 1: Svæði undir sjó á síðjökultíma. 2: Jökuljaðar á Búðaskeiðinu. 3: Lega jaðars jökulsins á Búðaskeiðinu óviss. 4: Núverandi jöklar. 5: Hæð hæstu fjörumarka yfir núverandi sjávarmáli. — Kortið er samið í samræmi við ýmsar heimildir. A compiled mnp showing tlie highest shore lines and areas submerged in Late Glacial Times in Iceland: I: Submerged areas. 2: Margin of liudi stage glacier. 3: Uncertain margins of Budi slage glacier. 4: Present glaciers. 5: Height of highest shore lines.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.