Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 39

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 39
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN 133 safnað var af Guðmundi Kjartanssyni í grunni skrifstofuhúss I,oft- leiða á Reykjavíkurflugvelli vorið 1963. Skeljarnar lágu í fínum sandi um 13 m y. s. Gerðar voru alls 4 aldursákvarðanir og allar á sömu skelinni og gáfu þær aldurinn 9940 ± 260 (U-413), 10450 ± 160 (U-414), 10230 ± 190 (U-415) og 10310 ± 260 (U-412) eða meðalaldurinn 10233 ár. Niðurstöður C14-aldursákvarðana sýna, að aldursákvarðanir á skeljum eru ekki jafn áreiðanlegar og ákvarðanir á plöntuleifum, þótt þær gefi greinilega „stærðargráðu" aldursins. Af C14-ákvörðunum á sjóskeljum má draga þá ályktun, að hæstu fjörumörk séu ekki yngri en 10000 ára og líklega um 11000 ára gömul. Einnig benda þær til þess, að Búðastigið samsvari Salpaus- selká — Raene — stiginu í Skandinavíu. Saga breytinga á sjávarstöðu við strendur íslands á síðjökultíma og nútíma mun því nánast vera þessi: Jökulskjöldur huldi mestan hluta landsins á síðustu ísöld jökul- tímans. Jökulfargið hafði þrýst landinu allmikið niður, og Jrar mest, sem jökullinn var þykkastur. Um leið og jökla leysti á láglendi, fylgdi sjór jökulröndinni eftir, enda hækkaði um líkt leyti í heims- höfunum, vegna mikils leysingavatns. sem í þau bættist, frá ört bráðnandi meginlandsjöklum. Er jökulfarginu létti, tók landið að rísa. Fyrir um 11000 árum var hækkun sjávarborðs í höfunum orðin jafnhröð lyftingu landsins og mynduðust þá hæstu fjörumörk, sem nú eru í 110 m í uppsveitum sunnanlands, en annars staðar á land- inu víðast í 40—50 m hæð. Jökullinn, sem hörfað hafði upp í há- lendisbrúnina, gekk um svipað leyti fram að nýju og ýtti upp miklum jökulgörðum (Búða- og Hólkotsröðin). A Suðurlandi, í dölum Suður-Þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði gekk Búðajökull- inn í sjó fram. Jöklar á utanverðu Snæfellsnesi, Vestfjarðakjálk- anurn og í fjallgörðunum milli Skagafjarðar og Skjálfanda gengu einnig fram, svo að skriðjökultungur teygðust niður í dalbotna og víða í sjó fram. Þetta kalda skeið, Búðaskeiðið, stóð líklega í tæp 1000 ár. Á Jressu skeiði lyftist landið í innsveitum sunnan- lands um 10—20 m umfram sjávarborðshækkunina. Búðajökullinn hörfaði frá jökulgörðunum fyrir rúmum 10000 árum. Á tímabilinu 10000—9000 ár hélt landið áfram að rísa, og fyrir 9000 árum var sjávarborðið komið niður fyrir núverandi sjávarmál (sbr. aldurs- ákvarðanir á fjörumó úr Seltjörn). Á Suðurlandsundirlendinu fór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.