Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
103
2. mynd. Vesturbakki Þjórsár hjá Þjórsárbrú. — I: sandhella og möl, hálf-
hörðnuð áreyri. II: mór, yfirborðslag hans aldursgreint. III: Þjórsárhraun. IV:
urð, ættuð úr hrauninu. V: gróinn jarðvegur. VI: mannvirki, vatnsból.
Section of the right bank of Thjórsá. — I: River gravel. II: Peat (radiocarbon
dating from top-layer). III: Thjórsá Lava. IV: Talus, blocks fallen down from
the lava-edge. V: Soil. VI: Artificial wall.
en bauðst samt til að aldursgreina fyrir mig annað sýnishorn til
frekara öryggis. Því boði tók ég feginsamlega, og sendi nú aðeins
4 cm þykka flögu, tekna af yfirborði mólagsins 28. okt. 1959.
Ári síðar barst mér niðurstaðan: 8170 ± 300 ár.
Niðurstöður beggja CH greininganna eru að kalla ein og hin
sama, því að miklu minna ber á milli en nemur þeirri skekkju,
sem rannsóknarstofan gefur upp, að greiningaraðferðin kunni að
hafa í för með sér. Þjórsárhraun, sem þarna hefur runnið yfir
mýri, er vitanlega ívið yngra en efsta lag hennar, en sá rnunur
nemur vart meira en nokkrum áratugum eða einni öld. Getum við
því haft fyrir satt, að það hafi runnið fyrir mjög nálægt 8 þúsund-
um ára (Guðm. Kjartansson 1958 og 1960).
Vegna þess hve Þjórsárhraun er víðáttumikið og í snertingu við
margar aðrar jarðmyndanir, t. d. önnur hraun, er aldursákvörðun
þess mikilvæg fyrir jarðsögu alls héraðsins. Af henni getum við