Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 4
98 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sá er munur á C14 atómum og öðrum kolefnisatómum, að þau eru sjálfkleyf eða geislavirk, senda frá sér elektrónur og breytast við það í venjulegt kolefni. En þessi breyting er hægfara. Helm- ingunartími C14 hefur verið talinn 5568 ± 30 ár, en samkvæmt allra nýjustu rannsóknum er talið hann geti verið nær 5700 árum. I lifandi plöntum er ákveðið hlutfall milli geislavirks kolefnis og venjulegs kolefnis, það sama og í andrúmsloftinu, en talið er, að það haldist nær óbreytt í tugþúsundir ára. Þó varð hér nokkur breyting á í sambandi við iðnvæðingu þá, er hófst í byrjun 19. aldar og hafði geysilega aukningu kolabrennslu í för með sér. Var ekki tekið tillit til þessara áhrifa, s. k. „Suess effect“, á fyrstu árum aldursákvarðana með C14 og hefur síðar orðið að leiðrétta þær ákvarðanir. Meðan plönturnar eru lifandi helzt hlutfallið milli C14 og venju- legs kolefnis í þeim óbreytt, hið sama og í andrúmsloftinu. En um leið og plantan deyr hættir hún að taka í sig kolefni, en það geisla- virka kolefni, sem fyrir er í henni, heldur áfram að klofna. Að 5568 árum liðnum er C14 magnið minnkað að helmingi, að 11136 árum liðnum minnkað niður í einn fjórða, o. s. frv. Tímatalsaðferð Libbys byggist á því að mæla hlutfallið milli geislavirks og venjulegs kolefnis í sýnishorni því, sem aldursákvarða skal. Hægt er að ákvarða aldur flestra hluta af lífrænum uppruna, sem innihalda kolefni, t. d. viðar, mós, eðju, skelja, korns, hárs og beina. Þarf mikla nákvæmni við aldursákvarðanir, því magn C14 er ekki nema einn billjónasti hluti af magni venjulegs kolefnis, og lengd helmingunartímans setur aðferðinni einnig takmörk. Er ekki hægt að aldursákvarða með viðunandi nákvæmni, ef aldur sýnishornanna er meiri en 25000 ár. Hinn ákvarðaði aldur, sem venjulega er miðaður við árið 1950, nema annars sé getið, er því uppgefinn með mismunandi miklu mögulegu fráviki. Sé t. d. aldurinn gefinn 1500 ± 200 ár, þýðir það, að 70% líkur eru fyrir því, að aldurinn sé meiri en 1300 en minni en 1700 ár. Endur- teknar aldursákvarðanir með sömu niðurstöðu auka að sjálfsögðu líkurnar fyrir því, að aldursákvörðunin sé rétt. En auk skekkju í sjálfum mælingunum getur einnig verið um skekkju að ræða vegna breytinga á sýnishornum síðan þær lífverur dóu, sem aldursákvarða skal. T. d. eru mósýnishorn varasöm að því leyti, að rætur lifandi jurta geta hafa teygt sig niður í það lag, sem sýnishornið var tekið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.