Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 úr, löngu eftir myndun þess, og valdið því, að sýnishorn mælist yngra en það raunverulega er. Þar sem jarðvegur er kalkblandinn er varasamt að treysta aldursákvörðun á skeljum, því kalk getur hafa sezt utan á skeljarnar löngu eftir að skeldýrið dó. ítrasta hrein- lætis verður að gæta við töku sýnishorna og þau mega t. d. ekki komast í snertingu við vax, formalín eða vínanda. Ber að þurrka sýnishornin svo fljótt sem auðið er eftir töku þeirra og varðveita þau í loftþéttum umbúðum. Öruggust er aldursákvörðunin á hreinu koli. Hér á landi hefur viðarkol víða myndazt, þar sem hraun hefur runnið yfir gróðurlendi og er slíkt kol sérstaklega heppilegt til aldursákvörðunar þar eð litlar líkur eru á því, að það hafi óhreink- azt eða blandazt eftir að það myndaðist. Aldur á slíku koli er sami og aldur hrauns þess, sem sveið gróðurinn og myndaði kolið. Erum við kvarterjarðfræðingar þakklátir hverjum þeim, er var verður viðarkols undir hrauni og lætur einhverjum okkar í té vitneskju um það. Benda má á, að ekki þarf nema 2.5—3 grömrn af hreinu koli til aldursákvörðunar. Af viði þarf 8—12 gr., af mó 10—20 gr. en af ófúnu torfi 20—40 gr. Telja má, að C14 aðferðin hafi verið orðin sæmilega nothæf árið 1949. Fram til þess tíma hafði ekki verið unnið að C14 aldurs- ákvörðuninni annars staðar en á rannsóknarstofu Libbys við Chi- cagoháskóla, en upp úr þessu fór rannsóknarstofum, sem vinna að C14 aldursákvörðunum, ört fjölgandi, og er þær nú að finna í mörg- um löndum og margar í sumum. M. a. er ein starfandi í Danmörku, ein í Noregi og tvær í Svíþjóð. Hér á landi er enn engin slík rannsóknarstofa, enda vart tímabær enn. En allmörg íslenzk sýnishorn hafa þegar verið aldursákvörðuð erlendis, flest þeirra í jarðfræðilegum tilgangi. Fyrsta sýnishornið og það, sem fyrst var aldursákvarðað, var sent héðan sumarið 1950. Það var sýnishorn af mó, tekið undir Elliðaárhrauninu, rétt sunnan við brýrnar. Var það hollenzkur jarðfræðingur J. Hospers, sem tók þetta sýnishorn, með aðstoð Jóhannesar Áskelssonar, og sendi hann það til dr. Libbys, sem aldursákvarðaði það, en tilgangur Hospers var að fá vitneskju um aldur Elliðaárhraunsins vegna þeirra rannsókna á segulstefnu í íslenzku bergi, sem hann þá vann að, en á því sviði vann Hospers merkilegt brautryðjandastarf hér- lendis. Vorið 1951 sendi Sigurður Þórarinsson eitt sýnishorn viðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.