Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 99 úr, löngu eftir myndun þess, og valdið því, að sýnishorn mælist yngra en það raunverulega er. Þar sem jarðvegur er kalkblandinn er varasamt að treysta aldursákvörðun á skeljum, því kalk getur hafa sezt utan á skeljarnar löngu eftir að skeldýrið dó. ítrasta hrein- lætis verður að gæta við töku sýnishorna og þau mega t. d. ekki komast í snertingu við vax, formalín eða vínanda. Ber að þurrka sýnishornin svo fljótt sem auðið er eftir töku þeirra og varðveita þau í loftþéttum umbúðum. Öruggust er aldursákvörðunin á hreinu koli. Hér á landi hefur viðarkol víða myndazt, þar sem hraun hefur runnið yfir gróðurlendi og er slíkt kol sérstaklega heppilegt til aldursákvörðunar þar eð litlar líkur eru á því, að það hafi óhreink- azt eða blandazt eftir að það myndaðist. Aldur á slíku koli er sami og aldur hrauns þess, sem sveið gróðurinn og myndaði kolið. Erum við kvarterjarðfræðingar þakklátir hverjum þeim, er var verður viðarkols undir hrauni og lætur einhverjum okkar í té vitneskju um það. Benda má á, að ekki þarf nema 2.5—3 grömrn af hreinu koli til aldursákvörðunar. Af viði þarf 8—12 gr., af mó 10—20 gr. en af ófúnu torfi 20—40 gr. Telja má, að C14 aðferðin hafi verið orðin sæmilega nothæf árið 1949. Fram til þess tíma hafði ekki verið unnið að C14 aldurs- ákvörðuninni annars staðar en á rannsóknarstofu Libbys við Chi- cagoháskóla, en upp úr þessu fór rannsóknarstofum, sem vinna að C14 aldursákvörðunum, ört fjölgandi, og er þær nú að finna í mörg- um löndum og margar í sumum. M. a. er ein starfandi í Danmörku, ein í Noregi og tvær í Svíþjóð. Hér á landi er enn engin slík rannsóknarstofa, enda vart tímabær enn. En allmörg íslenzk sýnishorn hafa þegar verið aldursákvörðuð erlendis, flest þeirra í jarðfræðilegum tilgangi. Fyrsta sýnishornið og það, sem fyrst var aldursákvarðað, var sent héðan sumarið 1950. Það var sýnishorn af mó, tekið undir Elliðaárhrauninu, rétt sunnan við brýrnar. Var það hollenzkur jarðfræðingur J. Hospers, sem tók þetta sýnishorn, með aðstoð Jóhannesar Áskelssonar, og sendi hann það til dr. Libbys, sem aldursákvarðaði það, en tilgangur Hospers var að fá vitneskju um aldur Elliðaárhraunsins vegna þeirra rannsókna á segulstefnu í íslenzku bergi, sem hann þá vann að, en á því sviði vann Hospers merkilegt brautryðjandastarf hér- lendis. Vorið 1951 sendi Sigurður Þórarinsson eitt sýnishorn viðar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.