Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 41
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
135
draga ályktanir um loftlagssögu. Einnig koma áhrif 1100 ára búsetu
í landinu á gróðurfar greinilega í ljós í frjólínuritunum.
Frjólínuritum, sem ná yfir allan tímann frá síðjökultíma eða
upphafi nútíma og fram á okkar daga, má skipta í 4 skeið. Fyrsta
eða elzta skeið frjólínuritanna sunnanlands einkennist a£ algerri
vöntun birkis. Birkið kemur á þessu svæði fyrst til sögunnar um
líkt leyti og mór fór að myndast í Seltjörn fyrir um 9000 árum
(sbr. grein um Seltjörn hér að framan). Á svæðinu frá Eyjafirði
til Austfjarðafjalla virðist birkið komið til sögunnar á þessu skeiði.
Er því líklegt, að fyrsta sveifla birkilínunnar í frjólínuritunum
norðanlands samsvari birkilausa tímabilinu sunnanlands. Elzta skeið-
inu er talið ljúka, þegar birkið breiddist út um land allt fyrir 9000
árum, og þar með hefjist birkiskeiðið fyrra (Þorleifur Einarsson
1961, 1962).
C14-aldursákvarðaða sýnishornið, sem getið er í upphafi greinar-
innar var tekið úr bakka mýrarskurðs rétt neðan þjóðvegar hjá
Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði í 75 m hæð yfir sjó,
þ. e. a. s. um 35 m fyrir ofan hæstu fjörumörk á svæðinu. Sýnis-
hornið var valið þannig, að það lægi í mó, sem samkvæmt frjó-
rannsóknunum væri myndaður snemma á fyrra birkiskeiðinu. Mýr-
arþversniðið var 270 cm að hæð.
í mýrarsniðinu frá Moldhaugum voru m. a. 4 aldursákvörðuð
öskulög frá Heklu, en við frjórannsóknir í yngri hluta mýrasniða
hefur verið stuðzt mjög við aldursákvörðuð öskulög. I sniðinu
voru m. a. öskulögin:
Hj =r (öskulag frá Heklugosinu 1104) 21 cm frá yfirborði
H3 = (Hekluaska 2700 ára gömul) 34 cm frá yfirborði
H4 = (Hekluaska 4000 ára gömul) 57 cm frá yfirborði
Hr, = (Hekluaska 6600 ára gömul) 165 cm frá yfirborði
(Um aldursákvarðanir á öskulögum sjá grein Sigurðar Þórarins-
sonar hér að framan).
Sýnishornið var tekið 225 cm frá yfirborði og um 60 cm neðan
öskulagsins H5. Ég hafði gert ráð fyrir, að sýnishornið væri a.
m. k. 9000 ára gamalt. C14-ákvörðun, sem gerð var á sýnishorn-
inu í eðlisfræðistofnun háskólans í Heidelberg, gaf aldurinn 7920
± 170 ár (H 404/370).
Þessi aldursákvörðun virðist sýna heldur lágan aldur. Mun enn