Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 42
136 NÁTTÚ RUFRÆÐiN GU RINN þurfa nokkrar C14-ákvarðanir, þar til unnt verður að bera saman með nokkurri vissu frjórannsóknir í elzta hluta mómýranna víðs vegar um land. Guðmundur Kjartansson: Aðrar C14-aldursákvarðanir úr ýmsum landshlutum Hér á eftir verður í stuttu máli greint frá C14-aldursákvörðunum, sem gerðar hafa verið hér á landi að tilhlutan annarra jarðfræðinga. Þær eru allar teknar upp úr prentuðum heimildum, sem hér verður vitnað í. Mór undir Elliðaárhrauni (1) 5300 ± 340 ár (Chicago) Að tilvísun Jóhannesar heitins Áskelssonar tók hollenzkur jarð- fræðingur, J. Hospers, sýnishorn af yfirborðslagi mós, sem liggur fast undir hrauninu við Elliðaárnar, örskammt ofan við brúna á Suðurlandsbraut. Mórinn var aldursgreindur af próf. W. F. Libby í Chicago (Hospers 1953 og Jóh. Ásk. 1953). Þorleifur Einarsson (1960) telur hraunið við Elliðaárnar upp komið úr Leitagíg sunnan undir Bláfjöllum, og hafi þaðan runnið hraun bæði norður af, niður í Elliðavog, og suður af, til sjávar hjá Þorlákshöfn. Aldurs- greiningin bendir til, að þetta geysimikla hraun sé um 5000 ára gamalt. Mór undir Grábrókarhrauni (4) 3700 ± 120 ár (H 146/124) Martin Schwarzbach, prófessor í Köln, náði sýnishorni af rnólagi í leirbakka við Hrauná, fast við jaðar Grábrókarhrauns. Mólagið virðist eindregið liggja inn undir hraunið, en ekki varð þó alveg örugglega úr þvf skorið. Mórinn var aldursgreindur af K. O. Múnnich í Physikalisches Institut við háskólann í Heidelberg (Schwarzbach 1956).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.