Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 42
136
NÁTTÚ RUFRÆÐiN GU RINN
þurfa nokkrar C14-ákvarðanir, þar til unnt verður að bera saman
með nokkurri vissu frjórannsóknir í elzta hluta mómýranna víðs
vegar um land.
Guðmundur Kjartansson:
Aðrar C14-aldursákvarðanir
úr ýmsum landshlutum
Hér á eftir verður í stuttu máli greint frá C14-aldursákvörðunum,
sem gerðar hafa verið hér á landi að tilhlutan annarra jarðfræðinga.
Þær eru allar teknar upp úr prentuðum heimildum, sem hér verður
vitnað í.
Mór undir Elliðaárhrauni (1)
5300 ± 340 ár (Chicago)
Að tilvísun Jóhannesar heitins Áskelssonar tók hollenzkur jarð-
fræðingur, J. Hospers, sýnishorn af yfirborðslagi mós, sem liggur
fast undir hrauninu við Elliðaárnar, örskammt ofan við brúna á
Suðurlandsbraut. Mórinn var aldursgreindur af próf. W. F. Libby
í Chicago (Hospers 1953 og Jóh. Ásk. 1953). Þorleifur Einarsson
(1960) telur hraunið við Elliðaárnar upp komið úr Leitagíg sunnan
undir Bláfjöllum, og hafi þaðan runnið hraun bæði norður af,
niður í Elliðavog, og suður af, til sjávar hjá Þorlákshöfn. Aldurs-
greiningin bendir til, að þetta geysimikla hraun sé um 5000 ára
gamalt.
Mór undir Grábrókarhrauni (4)
3700 ± 120 ár (H 146/124)
Martin Schwarzbach, prófessor í Köln, náði sýnishorni af rnólagi
í leirbakka við Hrauná, fast við jaðar Grábrókarhrauns. Mólagið
virðist eindregið liggja inn undir hraunið, en ekki varð þó alveg
örugglega úr þvf skorið. Mórinn var aldursgreindur af K. O.
Múnnich í Physikalisches Institut við háskólann í Heidelberg
(Schwarzbach 1956).