Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN 101 Hafa allmörg þessara sýnishorna fengist aldursákvörðuð ókeypis, en aðrar aldursákvarðanir verið borgaðar, en slík aldursákvörðun kostar nú um 4000 ísl. kr. Erlendir jarðfræðingar, sem hér hafa dvali/.t við rannsóknir, hafa látið aldursákvarða nokkur sýnishorn. Er nú svo komið, að erfitt er að henda reiður á öllurn þessum sýnis- hornum og aldri þeirra og þótti þeim, er að þessari ritgerð standa, ástæða til að taka saman heildaryfirlit yfir þessar aldursákvarðanir. Fer það hér á eftir. í þessu yfirliti er gerð stutt grein fyrir því, í hvaða tilgangi hvert sýnishorn um sig var tekið til aldursákvörðunar og einnig er drepið á niðurstöður, sem draga má af hinum ákvarð- aða aldri, þar sem þess þykir þörf. Sérhver aldursákvörðun hefur einkennisstaf þeirrar rannsókna- stofu, sem aldursákvörðunina framkvæmdi, ásamt númeri, og er þetta samkvæmt alþjóðareglum, sem settar hafa verið um þetta, til þess að forðast rugling á tilvitnunum. Einnig fylgir hverri aldurs- ákvörðun skrá yfir þær ritgerðir, þar sem hennar hefur verið getið. Eitthvað mun þó vanta á, að sú skrá sé tæmandi. í greinunum sem hér fara á eftir segja Guðmundur Kjartansson, Sigurður Þórarinsson og Þorleifur Einarsson yfirleitt hver frá þeim aldursákvörðunum, sem hann hefur sent efni til, en að síðustu er einnig getið þeirra, sem aðrir jarðfræðingar standa að. Staðirnir, þar sem aldursákvarðanir hafa verið gerðar, eru allir sýndir á kortinu (1. mynd) og tölusettir þar eins og í texta. Heimildaskráin aftast er sameiginleg fyrir allar greinarnar. Guðmundur Kjarlansson: Aldur nokkurra hrauna á Suðurlandi Mór undir Þjórsárhrauni lijá Þjórsárbrú (16) 8065 ± 400 ár (W-482) 8170 ± 300 ár (W-913) Þjórsárhraun er eitt hið elzta eða allra elzt og langsamlega stærst af svonefndum Tungnárhraunum. En þau eru öll upp komin úr gossprungum á eldstöðvabelti, sem liggur í stefnu NA-SV yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.