Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 7
NÁTTÚRUFRÆÐINGU RINN 101 Hafa allmörg þessara sýnishorna fengist aldursákvörðuð ókeypis, en aðrar aldursákvarðanir verið borgaðar, en slík aldursákvörðun kostar nú um 4000 ísl. kr. Erlendir jarðfræðingar, sem hér hafa dvali/.t við rannsóknir, hafa látið aldursákvarða nokkur sýnishorn. Er nú svo komið, að erfitt er að henda reiður á öllurn þessum sýnis- hornum og aldri þeirra og þótti þeim, er að þessari ritgerð standa, ástæða til að taka saman heildaryfirlit yfir þessar aldursákvarðanir. Fer það hér á eftir. í þessu yfirliti er gerð stutt grein fyrir því, í hvaða tilgangi hvert sýnishorn um sig var tekið til aldursákvörðunar og einnig er drepið á niðurstöður, sem draga má af hinum ákvarð- aða aldri, þar sem þess þykir þörf. Sérhver aldursákvörðun hefur einkennisstaf þeirrar rannsókna- stofu, sem aldursákvörðunina framkvæmdi, ásamt númeri, og er þetta samkvæmt alþjóðareglum, sem settar hafa verið um þetta, til þess að forðast rugling á tilvitnunum. Einnig fylgir hverri aldurs- ákvörðun skrá yfir þær ritgerðir, þar sem hennar hefur verið getið. Eitthvað mun þó vanta á, að sú skrá sé tæmandi. í greinunum sem hér fara á eftir segja Guðmundur Kjartansson, Sigurður Þórarinsson og Þorleifur Einarsson yfirleitt hver frá þeim aldursákvörðunum, sem hann hefur sent efni til, en að síðustu er einnig getið þeirra, sem aðrir jarðfræðingar standa að. Staðirnir, þar sem aldursákvarðanir hafa verið gerðar, eru allir sýndir á kortinu (1. mynd) og tölusettir þar eins og í texta. Heimildaskráin aftast er sameiginleg fyrir allar greinarnar. Guðmundur Kjarlansson: Aldur nokkurra hrauna á Suðurlandi Mór undir Þjórsárhrauni lijá Þjórsárbrú (16) 8065 ± 400 ár (W-482) 8170 ± 300 ár (W-913) Þjórsárhraun er eitt hið elzta eða allra elzt og langsamlega stærst af svonefndum Tungnárhraunum. En þau eru öll upp komin úr gossprungum á eldstöðvabelti, sem liggur í stefnu NA-SV yfir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.