Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 53
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
147
Svo virðist sem útbreiðsla hnúðormanna hafi verið stöðvuð í Banda-
ríkjunum. í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð og írlandi er ræktunar-
bann, en í Þýzkalandi er fyrirskipað sáðskipti. Þótt þessar ráðstaf-
anir séu gerðar, finnst veikin á nýjum stöðum árlega. Hér á landi
hef'ur komið fram á Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn út-
breiðslu kartöfluhnúðorma, æxlaveiki í káljurtum og útrýmingu
þeirra (1), en ekki orðið útrætt.
t Perú í Suður-Ameríku vex villt tegund, er Salanum andigen-
um nefnist, og er hún ónærn fyrir hnúðormum. Þessi tegund og
Solanum tuberosum, venjulegum kartöflum, hefur verið æxlað
saman af Ellenby í Englandi (3,4), Huijsman í Hollandi (5), und-
irrituðum og fleirum, til þess að fá frarn stofn (klón), ónæman
fyrir hnúðormum.
Undirritaður framkvæmdi fyrstu æxlunina á milli S. andi-
genum X S. tuberosum árið 1959. Síðan hafa bastarðarnir (klónarnir)
verið enduræxlaðir með S. andigenum þrisvar sinnum og einu sinni
með Gullauga, en það er ágæt matarkartafla. Þegar fyrsta kynslóðin
(Fx) var ræktuð í hnúðormasjúkri mold, var strax hægt að greina
á milli sjúku jurtanna með marga hnúða á rótunum og heilbrigðra
jurta, sem voru lausar við hnúða þ. e. höfðu erft ónæmið gegn
hnúðormum frá S. andigenum.
Það er hægt að finna með nákvæmni hlutfallið á milli sjúku
jurtanna og þeirra heilbrigðu með því að gera ráð íyrir, að ónæmið
gegn hnúðormum orsakist af ríkjandi erfðavísi (geni). Þessi ein-
klofningseiginleiki er að nokkru breytilegur, vegna þess að S. andi-
genum og S. tuberosum hafa þrílitningaskiptingu. Ónæmisplönt-
urnar í Fx (klón) geta verið af eftirfarandi eðlisfari (geno-
typus):
Þegar einlitna einstaklingi er æxlað með vanlitna afbrigði (í
þessu tilfelli mjög næmt afbrigði fyrir hnúðormi), verður helming-
ur afkvæmanna í F, ónæmur.
Þegar tvílitna einstaklingi er æxlað með vanlitna afbrigði, verð-
ur 4/5 afkvæmanna í Fx ónæmir.
Þegar þrílitna einstaklingi er æxlað með vanlitna afbrigði, verða
öll afkvæmin í Fj ónæm.
Þegar fjórlitna einstaklingi er æxlað með vanlitna afbrigði, verða
öll afkvæmin ónæm.
Þess ber að gæta, að þegar ónæmur klón er æxlaður með afbrigði,