Náttúrufræðingurinn - 1964, Blaðsíða 39
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
133
safnað var af Guðmundi Kjartanssyni í grunni skrifstofuhúss I,oft-
leiða á Reykjavíkurflugvelli vorið 1963. Skeljarnar lágu í fínum
sandi um 13 m y. s. Gerðar voru alls 4 aldursákvarðanir og allar
á sömu skelinni og gáfu þær aldurinn 9940 ± 260 (U-413), 10450
± 160 (U-414), 10230 ± 190 (U-415) og 10310 ± 260 (U-412) eða
meðalaldurinn 10233 ár.
Niðurstöður C14-aldursákvarðana sýna, að aldursákvarðanir á
skeljum eru ekki jafn áreiðanlegar og ákvarðanir á plöntuleifum,
þótt þær gefi greinilega „stærðargráðu" aldursins.
Af C14-ákvörðunum á sjóskeljum má draga þá ályktun, að hæstu
fjörumörk séu ekki yngri en 10000 ára og líklega um 11000 ára
gömul. Einnig benda þær til þess, að Búðastigið samsvari Salpaus-
selká — Raene — stiginu í Skandinavíu.
Saga breytinga á sjávarstöðu við strendur íslands á síðjökultíma
og nútíma mun því nánast vera þessi:
Jökulskjöldur huldi mestan hluta landsins á síðustu ísöld jökul-
tímans. Jökulfargið hafði þrýst landinu allmikið niður, og Jrar mest,
sem jökullinn var þykkastur. Um leið og jökla leysti á láglendi,
fylgdi sjór jökulröndinni eftir, enda hækkaði um líkt leyti í heims-
höfunum, vegna mikils leysingavatns. sem í þau bættist, frá ört
bráðnandi meginlandsjöklum. Er jökulfarginu létti, tók landið að
rísa. Fyrir um 11000 árum var hækkun sjávarborðs í höfunum orðin
jafnhröð lyftingu landsins og mynduðust þá hæstu fjörumörk, sem
nú eru í 110 m í uppsveitum sunnanlands, en annars staðar á land-
inu víðast í 40—50 m hæð. Jökullinn, sem hörfað hafði upp í há-
lendisbrúnina, gekk um svipað leyti fram að nýju og ýtti upp
miklum jökulgörðum (Búða- og Hólkotsröðin). A Suðurlandi, í
dölum Suður-Þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði gekk Búðajökull-
inn í sjó fram. Jöklar á utanverðu Snæfellsnesi, Vestfjarðakjálk-
anurn og í fjallgörðunum milli Skagafjarðar og Skjálfanda gengu
einnig fram, svo að skriðjökultungur teygðust niður í dalbotna
og víða í sjó fram. Þetta kalda skeið, Búðaskeiðið, stóð líklega í
tæp 1000 ár. Á Jressu skeiði lyftist landið í innsveitum sunnan-
lands um 10—20 m umfram sjávarborðshækkunina. Búðajökullinn
hörfaði frá jökulgörðunum fyrir rúmum 10000 árum. Á tímabilinu
10000—9000 ár hélt landið áfram að rísa, og fyrir 9000 árum var
sjávarborðið komið niður fyrir núverandi sjávarmál (sbr. aldurs-
ákvarðanir á fjörumó úr Seltjörn). Á Suðurlandsundirlendinu fór