Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 6
100 NÁTTímUFK. inu, en síðan hefir hann víst ekki sést þar. Annars nefndist skerið fyrrum Freykja, og heldur því nafni enn, þegar það er miðað á sjó. I kringum Geirfuglasker eru hreinar leiðir, djúpur sjór og góðar fiskislóðir, einkum S. og V. af því og sækja menn þangað mikið úr Eyjum, einkum síðari hluta vertíðar, og geta neytt þess, að miðin eru mikið til í landhelgi skersins, sem útlendingar og ísl. togarar verða að halda sér frá. Geirfuglasker stendur eins og reglulegur útvörður yzt á Vestmannaeyjagrunni; fyrir utan það eru hreinar leiðir og ekk- ert að óttast, svo að skipum er óhætt að fara nærri því, en þegar inn fyrir það kemur, fara leiðirnar milli eyjanna að verða óhrein- ar og oft hættulegar. Það varar því við hættunum fyrir innan sig, líkt og Eldey fyrir hættunum fyrir utan sig og er eins og hún, mjög áberandi leiðarmerki, öllum sjófarendum. Af toppi skersins er hafsbrúnin í ca. 16 sjóm. fjarlægð. Niðurlag. Ltisín. (Kafli tir bókinni „Mannætur“ eftír Árna Fríðrikason). Á líkama mannsins eru taldar þrjár tegundir lúsa, nefnilega höfuðlúsin (Pediculus capitis), fatalmin (Pediculus vestimenti eða Pediculus corporis) og flatlúsin (Phthirus pubis). Sumir telja höf- uðlúsina og fatalúsina til sömu tegundar (Pediculus hominis) en aðrir telja þær hvora um sig sjálfstæða tegund. Höfuðlúsin hefst einungis við í hárinu á höfðinu, fatalúsin á fötum líkamans og flatlúsin á öllum hærðum hlutum líkamans, nema á höfðinu, en þó sjaldan í skeggi og augabrúnum. Flatlúsin er auðþekkt frá hin- um tegundunum tveimur á því, hve breið og flöt hún er, en höfuðlús og fatalús er bezt að þekkja á stærðinni og klónum, því fatalúsin er mun stærri en hin og hefir miklu öflugri klær (sbr. 1. mynd), og loks má þekkja þær, hvora fyrir sig á því, hvar þær er að finna á líkamanum, enda þótt þess verði að gæta, að höfuðlús getur oft fallið á föt, og fatalús ef til vill komist upp í hárið. Lýsnar eru skordýr, enda þótt þær séu vængjalausar, og hafa ílest þau einkenni, sem sérkenna skordýraflokkinn í heild sinni. Hér er því miður ekki rúm til þess að fjölyrða um ytri og innri skapnað lúsanna, en þó verður að fara nokkrum orðum um tvö

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.