Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFR. 125 reyndu hvað eftir annað að komast út, fram hjá bátunum, og tvisvar sýndist okkur, sem í landi stóðum, að þau væru að sleppa úr greipum veiðimannanna. í bæði skiftin tókst þó bátunum að komast fyrir þau aftur. Var þá stundum all-ægilegt að sjá að- farirnar, því að margir voru bátarnir litlir og lentu sumir í miðri ,,svína“-þvögunni og gengu á ýmsum endum. Ein ,,trillan“ varð t. d. eftir fyrir innan torfuna miðja, þegar hinir bátarnir voru reknir til baka og ruddust þeir á hana og undir hana, svo að hún tókst á loft hvað eftir annað, en ekki varð henni hvolft. Þegar nær dróg landi fór reksturinn að ganga treglegar, en þá tóku nokkrir hvalirnir sig út úr hópnum, og brunuðu beint upp í sand, og strönduðu þar í flæðarmálinu. Var nú hert á hávaðanum og ó- Mctrsuín. hljóðunum og rekið fast á eftir og um klukkan ellefu f. h. voru allir hvalirnir strandaðir í sandinum, niður undan innstu hús- unum í þorpinu. Ruddust nú þeir, sem í landi voru fram, með byssur, barefli, ljái og sveðjur og óðu fram í þvöguna. Var það mesta mildi að ekki skyldi hljótast af meiðsli eða slys, því að nú réði vígahugurinn meiru en forsjálnin. Stóðu menn í þvögunni miðri, í sjó upp undir hendur, og lögðu til hvalanna með vopnum sínum á báða bóga. Var bæði gaman og grátlegt að sjá aðfar- irnar. Einn náunginn var kominn dýpra en svo, að hann treyst- ist að bjarga sér. Þreif hann þá í bægsli á einum hvalnum og hóf sig á bak og reið hvalnum klofvega, en hvalurinn stefndi til hafs. Eftir þessu var þó tekið í tíma og var reiðskjóti þessi rekinn á land með harðri hendi, og ,,knapann“ sakaði ekki. Öðrum manni varð fótaskortur, þar sem þó var stætt, og fór í kaf, en þegar hann var að reyna að ná jafnvæginu aftur, fékk hann hnykk af hvalssporði og keyrðist í kaf öðru sinni og mun honum hafa verið farið að þykja nóg um, þegar honum varð loks bjargað. — Þetta er fádæma mikilsverður og merkilegur fengur, sem

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.