Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 28
122
NÁTTÚRUFR.
slægi“, en er eg spurði á móti, svaraði hann, að vissulega slægi
fuglinn með fótunum, en ekki með vængjunum! Kvaðst hann hafa
margtekið eftir þessu og haft oft gott tóm til þess að athuga það.
— Taldi eg rétt, að hann segði þetta fróðum mönnum, og síðar
tjáði hann mér, að hann hefði spurt Guðm. G. Bárðarson heit.
um „aðferð fálkans“, en svarað hefði hann því, að sjálfur vissi
hann ekki, hvort hann notaði lappirnar eða vængina til að slá
fugla með, — en hann hafi spurt sér fróðari mann að þessu og
hafi sá sagt fálkann slá með vængjunum! Og við það sat, en
,,málið“ er engan veginn úr sögunni með því. — Hefir Björn
skýrt mér frá á þessa leið:
,,Um skúmana og kjóana er það að segja, að þegar þeir
ásækja menn eða skepnu, teygja þeir niður fæturna, og miða
þeir jafnan á höfuðið eða þar, sem hæst ber. Komið hefir það
fyrir, að allur skrokkurinn á skúmnum hefir lent á höfðinu á
mér, og er það slæmt högg; því er vissast að gæta að sér og ógna
þeim með einhverju, þegar maður er hjá hreiðrum þeirra. En
vængina forðast þeir að láta koma við, eftir því sem þeir geta.
Þetta má hver rannsaka, sem vill; það mun reynast rétt.
Um fálkann veit eg ekki með vissu, hvernig hann ber sig
til, þegar hann slær fugla, svo að af fer höfuðið. Eitt sinn sátu
nokkrar rjúpur skamt frá mér. Kom þá fálki aðvífandi og stefndi
beint á eina rjúpna og sperti niður fæturna, en upp vængina,
þegar hann kom að henni. En rjúpan var líka viðbragðsfljót og
skauzt til hliðar, svo að fálkinn missti hennar. Líka sá eg fálka
annað sinn elta önd á flugi, og þegar hann var rétt kominn að
henni, teygði hann niður lappirnar, eins og hann ætlaði sér að
beina þeim á hana, en þá bar þau yfir vatn, svo að hún gat stung-
ið sér á kaf í það, og missti hann þannig bráð sína. — Oftar hefi
eg séð fálka reyna að slá fugla með löppunum, en aldrei tekizt
það, svo að eg hafi verið sjónarvottur að. En eg hefi aldrei séð
þá reyna til að slá fugl með vængjunum ....“.
Björn á Kvískerjum viðurkennir, að allmikill munur geti
verið á aðferð fálka og skúma, þar sem valurinn veiðir til mat-
ar sér, en skúmurinn er aðeins að verja egg eða unga sína. En
hann segir þó: ,,Að vísu drepur skúmurinn máfsunga til að éta
þá, þegar hann getur, og slær þá í rot með löppunum. Veiði-
bjallan étur líka skúminn og unga hans, er hún sér færi á, en
venjulega heldur annað hjónanna fuglinum, meðan hitt rífur
hann í sundur; sömu aðferð munu máfarnir hafa, þegar þeir
drepa lömb“.