Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFR. 123 Sýnir þetta allt fullvel, að enn er margt órannsakað til hlítar um háttu dýra, sem eigi eru hrein alidýr hér hjá oss; einkum eru menn furðu ófróðir um ýmsa íugla (sem Náttúrufr. hefir þó þegar gert nokkra tilraun til að fræða menn um, m. a. með birt- ingu á athugunum ýmsra eftirtektarsamra manna). Um suma þessa fugla munu (væntanlega) vera til upplýsingar um far þeirra í öðrum löndum. En þetta, sem hér hefir verið gert að umtalsefni — þótt sumum kunni að virðast sem það snerti lítið „þjóðþrifa- málin“ —. er þó þess vert, að það og íleira verði betur kannað en orðið er til þessa. Mundi það og verða bæði til skemtunar og fróðleiks. (r. Sv. Hrafnarnír og bírkíð. Nokkrir piltar tóku sér land í hrauninu í Vestmannaeyjum í fyrra, og gróðursettu þar um 200 itrjáplöntur, reynivið (ís- lenzkan), silfurreyni og birki. Nokkru fyrir varptímann í vor, voru farin alð sjást lífsmörk á silfurreyninum og birkið farið að anga. En þess gætti mjög, að þorrinn af birkiplöntun- um var stórskemmdur. Greinarnar voru saglaðar í sundur, margar rifnar af og sumum veikustu plöntunum kippt upp; víða var börkurinn rifinn af, helst af plöntunum, sem voru safaríkastar. Það leyndi sér ekki, að hér höfðu krummar verið að verki, höfðu þeir dregið fangamarkið sitt skýrum stöfum á hraunhellurnar í kring, og auk þess sást til þeirra. Um þessar mundir var yfrið nóg sjófang um alla eyjuna, og þykir krumma það kostafæða. En að þessu sinni hefir hann ætlað að gæða sér á jurtabragði, eða verið að viða að sér í laupinn sinn, svona rétt fyrir varpið, og talið sér frjálst skóg- arhögg í almenningi. Líklegra er þó, að bragðið hafi ginnt hann, fyrst hann lét báðar reynitegundirnar í friði. Hann hafði etið af „skilningstrénu“, en svo var birkið nefnt í fyrri daga, meðan þ.-ð var notað í vendi. Páll Bjarnason.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.