Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUPR. 111 Til er aragrúi lífvera, sem allar eru einfrumungar. Þær er hvervetna að finna, á öllu og í öllu. Mikill þorri þeirra, sem einu nafni nefnist bakteríur eða gerlar, er, sem kunnugt er, jurtir. Þótt þær séu smáar vexti, geta þær þó oft gripið all-óþægilega inn í líf hinna stærri og fullkomnari lífvera, eins og t. d. mannsins. En sjúk- dómsgerlar og störf þeirra eru flestum svo kunnir, að eigi skal lengi við þá dvelja. En vegna þess orðróms, sem af þeim hefir farið, hættir mönnum oftast við að skipa öllum gerlum í einn flokk, og telja þá ekki aðeins óþarfa lífinu á jörðunni, heldur einnig skað- lega. Ekkert er þó meiri fásinna. Margar tegundir gerla eru ekki aðeins nauðsynlegar lífinu hér á jörðu, heldur hvorki meira né minna en bein skilyrði fyrir þrifum þess. Allir kannast t. d. vel við það fyrirbrigði í náttúrunni, sem kallast rotnun. Því hugtaki er í hugum vorum oft tengdar hálfóþægilegar tilfinningar, en engu að síður er þarna að fara fram starf, sem er skilyrði við- halds lífsins á hnettinum. Hugsum okkur aðeins að öll hræ söfn- uoust fyrir órotin. Brátt myndi verða frekar ófagurt um að litast. En hitt væri þó verra, að þá væri um leið stöðvuð hringrás lífsins á jörðunni. Eitt af frumatriðunum í heimsskoðun nútímans, er að ekkert verði til af engu, og ekkert verði að engu. En hlutirnir geta breytzt. Og gera má ráð fyrir, að efnaforði sá, sem lífverur jarðar- innar eru byggðar upp af, sé takmörkum háður. En um leið og lík- aminn rotnar, leysast efni í sundur, og hverfa til jarðarinnar á ný, og verða þannig byggingarefni fyrir nýjar lífverur, því að eigi vcrður hjá því komist, að hin lífræna náttúra sé byggð upp úr hinni ólífrænu. „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða“ er hið ófrávíkjanlega lögmál lífsins. En vér skulum enn halda oss við landamæri lífs og dauða, en þó eigi skyggnast þar eftir fróðleik með rannsóknartæki nútímans í hendi, heldur halda nokkrar miljónir ára aftur í tímann, til þess tíma, er „jörðin var í eyði og tóm“. Hversu jörðin hafi skapast í upphafi, verður aldrei með fullri vissu sagt, þótt allar líkur bendi í þá átt að hún hafi eitt sinn verið þoka, sem sveif í himingeimnum, en þéttist og harðnaði smám saman. Fyrst eftir að hún hafði feng- ið jarðlagið, hefir hún verið glóandi, líkt og fjöldamargir himin- hnettir eru enn í dag. Þá er ólíklegt að nokkur lífvera hafi hreyfst á yfirborði hennar. Hverjar þær fyrstu lífverur voru, verður eigi lieldur með vissu sagt, en allir þræðir virðast þó verða raktir til sama upphafs, það er landamærabúanna, einfrumunganna, sem vér höfum áður minnst. Eg segi allir þræðir, og vil í því sambandi benda á, að meðal einfrumunganna eru lífverurnar fjölbreytt-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.