Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1933, Qupperneq 30
124 nAttOrufr. Marsvmavaðan á Ölafsfírðí. Almenningi er vel kunnugt um það, að margir fuglar leggja á sig löng ferðalög til þess að komast á milli sumar- og vetrar- bústaðar síns. Þeir eru einu nafni nefndir farfuglar. Á sama hátt mætti telja alla þá fiska, sem fara langar ferðir til þess að kom- ast á hrygningarstöðvar, eða til þess að leita sér ætis, farfiska. Þriðji flokkur hryggdýra, sem íslenzk fauna elur í skauti sínu, sem sé spendýrin, á einnig nokkurar tegundir „fardýra“ í fórum sínum, og þær eigi allfáar, en allar meðal þeirra spendýra, sem lifa í sjónum, hvala og sela, einkum hvalanna. Einn af farhvöl- unum er marsvínið. Eins og kunnugt er, kemur það stundum síð- ari hluta sumars, og á haustin í stórum vöðum upp að ströndum norðlægra landa, og er þá sumstaðar rekið á land unnvörpum. Eigi skal fjölyrt um marsvínaveiðar þær, sem hér hafa farið fram, um þær má lesa í: Þ. Thoroddsen: „Lýsing Islands, II“, bls. 482—483 og: Bjarni Sæmundsson: „íslenzk dýr II, spen- dýrin“, bls. 820. Nú hefir saga lands vors bætt við sig einni mar- svína-orustunni ennþá, því um 300 marsvín voru unnin á Ólafs- firði, 9. ág. þ. á. Atburði þessum verður bezt lýst, með því að birta bréf, sem kom út í Morgunblaðinu nokkrum dögum seinna, 16. ágúst: p. t. Ólafsfirði, 10. ág. 1933. í gærmorgun fóru nokkrir bátar til fiskjar að vanda. Yar sjór þó all-úfinn og nokkur gráði. — Tóku bátverjar á einum „trillu“-bátnum þá eftir gríðai'mikilli marsvínatorfu, sem ólm- aðist í fjarðarmynninu. Báturinn var einn síns liðs, en þeir bát- verjar brugðu við og sigldu bátnum fyrir torfuna og hugðust að reka „svínin“ inn í fjörðinn, — með hávaða og ýmsum illum lát- um. Tókst þetta vonum betur. Hvalirnir tóku á rás inn í f jörðinn og var nú tekið eftir þessum hamförum úr landi. Brugðu menn við skjótt og hlupu í alla „trillu“-báta og mótorbáta, sem hægt var að koma afstað, og hafði hver með sér það sem hendi var næst, til hávaðaauka og vígbúnaðar, svo sem byssur og barefli, grjót og ljáblöð. En aðalærslin gerðu karlarnir sjálfir með því að æpa og grenja, allt hvað af tók, þegar út var komið. Komust nú allir bátarnir fyrir hvalatorfuna, skipuðu sér í veg fyrir hana og ráku síðan á undan sér inn eftir firðinum. Dýrin ui’ðu tryllt og

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.