Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 3
NÁTTÚRUFKÆÐINGURINN 1933 97 Hvalsbahur. Útverðír íslands. (Framhald frá 3. árg., bls. 65). Eftil’ Bjarna Sæmundsson. 3. Hvalsbakur. Að morgni hins 19. maí' 1926 hafði ,,Skallagrímur“ verið að veiðum í Hvalsbakshalla, út af Berufirði, í dumbungsveðri, en tók sig upp til þess að fara norður fyrir land. Eg var þá á skipinu. Er vér höfðum siglt um hríð, með stefnu laust af Glettinganesi, veit eg ekki fyrri til, en að út úr dumbungnum á bakborða, kem- ur allt í einu, úti við hafsbrún, eitthvað óvænt, sem fékk mig til að segja við sjálfan mig: „er lyngbakurinn ennþá á sveimi; eg hélt að hann væri alveg úr sögunni". Nei, þetta var enginn hval- ur, það var útvörður austurstrandarinnar, Hvalsbakur eða Hval- bak, eins og sjómenn nefna hann tíðast. Að eg átti ekki von á að sjá Hvalsbak á þessari leið, kom af því, að vér höfðum verið vest- ar en ætlað var, þegar vjer tókum oss upp og því mikið nær sker- inu, þegar farið var fram hjá því, en til stóð, því að það hefði ekki sést vegna fjarlægðar, hefðum vér farið þá leið, sem vér hugðum oss fara, svo að þessi skekkja varð mér til happs, eg sá Hvalsbak úr 2—3 sjóm. fjarlægð. En þetta var ekki í fyrsta sinn að eg sæi hann; eg hafði líka séð hann sumarið 1898 frá Stræti, milli Berufjarðar og Breiðdals, þar sem vegurinn liggur hæst þar á milli byggða. Þessi útvörður austurstrandarinnar hreykir sér ekki hátt, 7

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.