Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 18
112 nAttúrufr. ar að lífsháttum, svo fjölbreyttar, að varla er fjölbreyttnin meiri annars staðar. Ettt er það, sem sterkast bendir á þá, og það er hve litlar kröfur þeir gera til lífsins. Þeir einir, þ. e. a. s. sumir þeirra, geta lifað lífi sínu óháðir öðrum lífverum. Annars verða þeir, eins og oss er kunnugt, að neyta annað hvort jurta eða dýra, sem hvorttveggja eru lífverur, merkfar sömu lífseinkennun- um, þrátt fyrir það, þótt margt sé annars ólíkt með þeim. Hvenær þaa, eða hvernig þau stórtíðindi gerðust, að líf kviknaði á jörðu hér, verður ekki um sagt, en hvort sem sú kenning er rétt, að umhverfið allt sé fullt líffrjóum, er taki að spíra, þegar þau finna lífsskilyrði, eða hitt, að fyrsta frjóið hafi borist með loftsteinum frá öðrum hnöttum, verður niðurstaðan sú sama: einmitt sumir einfrumungar eru einir allra lífvera færir um að þola þann kulda, er ríkir úti í geimnum. Rökin benda í þessa átt, og smá- verurnar hljóta því að verða enn merkilegri í augum vorum, fyr- ir þá sök, að þarna er að finna landnemana, frumherja lífsins á hnetti þeim, er vér menn byggjum. Með því að athuga líf þeirra og eðli, fáum vér skyggnst inn í fyrsta þátt sköpunarsögu lífsins á jörð vorri, og það sannarlega ekki þann ómerkasta. Upp af einfrumungunum, sem að vissu leyti má líkja við hornstein hárr- ar byggingar, hefir síðan risið hin fjölbreyttasta og dásamleg- asta bygging hinnar lífrænu náttúru. Á sama hátt og byggingar- meistarinn leggur máttarviði, telgir og samsteypir byggingu sína, þannig hefir móðir náttúra tengt allt ríki sitt í órjúfandi lífs- heild, þar sem hver líftegund er nauðsynlegur liður í þeim flóknu þáttum, sem þar eru saman slungnir. Og það enda þótt vér, fá- vís jarðarbörn, sjaldnast fáum séð samhengið þar í. Eg sagði, að einfrumungarnir væru steinarnir, sem hið mikla altari lífsins hefði risið upp af. Oss mun þó ef til vill þykja slíkt harðla ótrúlegt, og munum trautt vilja telja að maðurinn, að minnsta kosti, hafi nokkuð sameiginlegt með slíkum smámunum. En við skulum athuga það mál nánar. En þá er komið að öðrum þætti sköpunarsögunnar, þættinum, sem ennþá fer fram, og ekki verður lokið á meðan jörðin er byggð lifandi verum. Sá þáttur er þróunin, þróun og vöxtur frá hinu smæzta og ófullkomnasta, til hins stærzta og fullkomnasta. Eins og gefur að skilja, verður ekki í stuttu rúmi hægt að tala ýtarlega um jafn stórfellt mál, og það, sem hér er um að ræða. Yil eg því einungis drepa lauslega á einstök atriði. Þegar í öndverðu hefir þróunin þegar tekið tvær stefnur, plöntu- og dýraleiðina. Plöntunum skal sleppt hér, þótt merkilegar séu, þá standa þær oss mönnum alltaf f jær en dýrin.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.