Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFll. 117 tók á haustið og hann fór að vera einn í förum, að um full- orðinn fugl gat ekki verið að ræða. Það er líka alveg víst, að ef 2—3 ungar kæmust til flugs úr hverju arnarhreiðri hér um- hverfis Breiðafjörð, mundi erninum fjölga stórum meira en honum gerir nú. En honum fjölgar ekki, þrátt fyrir frið- unarlögin, og þrátt fyrir það, að mér vitanlega hefir ekki verið skotinn örn hér við norðanverðan Breiðafjörð í herrans langa tíð. Bergsveinn Skúlason. Vatnabúar. Vatnablóðsugan lifir í vötnum, og hefzt meðal annars við á stráum eða undir steinum. Hún er meðal annars auðþekkt á því, að hún hringar sig upp 1 kuðung, strax ef hún er snert. Á lit er hún bleik, ljósleit eða gráleit, og brjóskkend viðkomu. Egg sín, og síðar ungana, ber hún í þunnu hylki neðan á kvið sér, og verndar hún afkvæmið af mestu hugprýði gegn óvinum og hættum, sem að kunna að steðja. Sé hún áreitt, hringar hún sig utan um hin varnarlausu börn sín, og séu ungarnir losaðir úr faðmi móður- innar, skjóta þeir sér jafnharðan aftur undir verndarvæng henn- ar, ef þess er kostur. Blóðsugan hefir sogskál á afturenda líkamans, með henni heldur hún sér fastri við jurtir og steina. I munninum eru bitur vopn, og særir hún með þeim vatnabobba og önnur smádýr, sem hún getur unnið á, og sýgur síðan úr þeim blóðvökvann sér til bj argar. Randaflugan. Margir hafa ef til vill tekið eftir ,,ormi“ með löngum hala í leirpollum, gömlum brunnum o. s. frv. í raun og veru er þó ekki um orm að ræða, heldur lirfu hinnar skrautlegu randaflugu, sem aflar sér næringar á sumum glæsilegustu blóm- plöntum íslenzkrar flóru. í fljótu bragði virðist dýrið helzt líkj- ast hunangsflugu, og almenningur ruglar tegundunum saman, enda þótt þær séu fjarskyldar. T. d. hefir randaflugan aðeins tvo vængi, hún er regluleg fluga, en hunangsflugan hefir fjóra vængi, enda telst hún eigi til flugnanna, heldur æðvængjanna. Randaflugulirfan hefir ekki fegurðinni fyrir að fara. Lengd- in er um tveir cm., en halinn, sem aftur úr honum gengur, getur orðið margfalt lengri. Allur líkaminn er gráleitur, og niður úr hon-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.