Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 34
128 NÁTTtJRUFR. Nokkur frumdýr, sem lifa í meltingarvegi mannsins, Bandormar, ÓgSur og þráðormar. Uúnaðarskýrslur fi/rir iírið 1930 eru nú komnar út. MeS þeim er lokiS 8. Oindi af „Hagskýrslur íslandls“. Þar er, eins og vant er, um auðugan garð aS gresja, af fróSleik um ísl. landbúnaS, hverju nafni, sem nefnist. Samkvæmt skýrslunum var fjánnagn á ísl. 1930, 090178 cða 642 aö meðaltali á liverja 100 íbúa landsins, eða 8% fleiri en 1929. Af nantpeningi voru 30083, en af hross- um 48939. — Allir, sem áhuga hafa á því aS fylgjast meS atvinnurekstri lands- manna, ættu að eignast Hagskýrslumar. Samtmíngttr. Eðlisþyngd jaröarinnar er 5.6, þ. e., jörðin er 5.6 sinnum þyngri en jafn- stór kúla af 4 stiga heitu vatni myndi vera. Nú er jarðarskorpan miklu léttari, aðeins 2.5, og því hlýtur „kjaminn" að vera mjög þungur í sér. Talið er að hann sé úr hreinu jámi. 20—30 metruin undir yfirborði jarðar gætir árlega hitasveifla ekki og daglegra ennþá síður, þar er hitinn alltaf eins, liér um bil eins og meðalhiti staðarins. Eftir því sem dýpra er grafið í jörðu, verður hitinn meiri, liann vex um ca. eitt stig á hverjum 33 metmm, sem grafnir eru. Hann vex örast víða þar, sem efnabreytingar fara fram í jörðunni, en hægar í námunda mikilla vatna. I fjallalöndum vex hann örar undir dölum en f jöllum. Jarðskjálftar breiðast eins og bylgja út frá staðnum, þar sem kippurinn átti upptök. Hraði bylgjunnar er mjög mismunandi, eftir því, hvernig jarðveg- urinn er. T. d. hefir hann verið mældur 3 km. á sek. í graníti, en 0.3 kin. í sandi. Eitt mesta eldgos, sem þekkst hefir, var Krakatau-eldgosið árið 1883, rétifcfi öld eftir Skaftáreldana hér (Krakatau (Krakatá) er ein af Sundaeyjunum). Loftbylgjan, sem aðal-sprengihgin olli, gerði vart við sig á logtvogum um all- an hnöttinn? Þar sem fyrir gosið hafði verið 820 metra hátt fjall, var 300 metra djúpur sjór að gosinu loknu. Skriðjöklar renna eins og þykkur vökvi út fré hjarnjöklunum. Hraðinn er mestur í miðlínunni, en minnstur við rendurnar og botninn. Á stærstu skrið- jöklunum í Alpafjöllunum og á skandinaviska hálendinu er miðlínuhraSinn 40—100 metrar á ári (oddurinn á tímavísinum á vanalegu vasaúri fer um 70 m. á ári). Þó er hraði sumra Grænlandsjöklanna miklu meiri, þeir fara um 20 metra á dag (liér um bil eins og lítill snigill). Dýrafræðingar þekkja langt á annuð liundrað þúsund tegundir dýra, sem nú eru aldauða. Ilinar útdauðu tegundir eru þó ugglaust margfalt fleiri. Er talið að liðin séu 10.000—100.000 ára siðan ísöldinni lauk.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.