Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 33
NÁTTÚRUFR. 127 egi, og koma einkum upp að ströndinni á kaflanum frá Tromsö að Bergen, alltaf í flokkum. Alls staðar, þar sem hinn hlýi At- lantshafssjór eggur leið sína, getur marsvínið verið á ferðinni, einnig við suðvesturströnd Grænlands hefir þess orðið vart. Það, sem skýrir göngur marsvínanna er það, að fæða þeirra er smokkar, einkum sú tegund, beitusmokkurinn (Ommato- strephes todarus), sem hér er alþekkt, göngur þeirra norður á bóg- inn eru hreinar „ætisgöngur“. Hingað kemur það því einungis í smokk-árum. Marsvín fæða unga sína seint á haustin og framan af vetr- um. Nýfæddir kálfar eru vanalega um 2 metrar á lengd. Á. F. Htmdtír í Bíó. Fyrir nokkrum árum fór eg að horfa á kvikmynd, þar sem sýndur var hernaður í Frakklandi á miðöldunum. Voru þar sýnd- ar stórar fylkingar af fótgönguliði og riddaraliði og fleira, er hernaði fylgir; einnig borgir og sveitalíf. Á miðri myndinni kem- ur fram stúlka, sem rekur á undan sér vænan kúahóp. Þá sprett- ur svartur hundur upp undan sæti húsbónda síns og hamast að gelta meðan kýrnar sáust á tjaldinu, en hætti snögglega, þegar þær hurfu. Síðan skreið hann undir bekkinn aftur og lét ekki á sér bæra það sem eftir var af myndinni. Skorti þó ekki fjör á tjaldinu þegar herflokkarnir óðu yfir landið og orustur voru háðar. Það var auðséð að seppi þekkti kýrnar frá öllu hinu og var, af gömlum vana, sérstaklega uppsigað við þær. Hann hafði lært listina: að meta kvikmyndir. Páll Bjarnason. Rítfregnír. „Daglegar máltíiðir“ eftir dr. phil. Björgu Þorláksson. 103 bls. í Crown- broti. Bókin er byggð á nýjustu rannsóknum um f jörefni, og að mestu sniöin eftir útvarpsefindum, sem frúin hefir haldið. „Mannœtur“ eftir Áma Friðriksson. 158 bls. í Crown-broti, með 92 mynd um. Bókin fjallar um sum af helztu sníkjudýrum mannsins, kaflinn um lúsina birtist í þessu hefti, sem sýnishom. Samtals era 10 kaflar í bókinni, og heita þeir: Lýsnar, Flæmar, Önnur skordýr, Mnurar, Köldusóttin, Svefnveikin,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.