Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 16
110 nAttOrufr. nálægt kynni að vera. Við gætum fylgt því næringarkorni eftir í líkama dýrsins, sumt af því breytist í samskonar efni og eru í ódýr- inu sjálfu, en sumu af því myndi dýrið kasta brott aftur sem ónýtu úrgangsefni. Þannig værum við þegar búin að sjá þrenn lífsmörk með dýrinu, sem sé: 1. hreyfinguna, 2. fæðunámið og 3. meltinguna. Ekkert af þessu getur átt sér stað í hinni líflausu náttúru. í sam- bandi við þetta myndum vér einnig sjá andardrátt, þótt á ófull- komnu stigi væri. Vér myndum komast að raun um að dýrið tæki til sín súrefni úr andrúmslofti því, sem er í vatnsdropanum, en varpað í staðinn frá sér kolsýru. Við öndunina brennur kolefnið í líkama dýrsins, þegar það sameinast súrefninu úr loftinu, og mynd- ar kolsýru, en við það skapast dýrinu lífsorka til hreyfingar og annarra lífsstarfa. — Við myndum sjá fleira. Ef við athuguðum amöbuna lengi, myndum við sjá líkama hennar vaxa, og loks, er ákveðnu stærðarstigi væri náð, myndi hún skipta sér 1 tvennt, og þannig sköpuðust tveir einstaklingar í staðinn fyrir einn. Og að lokum sæjum vér, að fyrir einhverjar orsakir, hætti dýrið lífs- störfum sínum smátt og smátt, hreyfingin í lífsslíminu hætti, og eftir lægi stirðnaður slímkökkurinn, sem brátt tæki að rotna. Dauð- inn er þannig síðasta lífsmarkið, ef svo mætti segja. Ekkert slíkt fyrirbrigði er til í hinni líflausu náttúru. Eggjahvítukökkurinn, sem vér byggjum til, yrði alltaf jafn dauður eða jafn lifandi, hvort orðið, sem vér kysum heldur að nota. Vér höfum nú nefnt þau einkenni, sem vígja hlutina lífinu, ef svo mætti að orði kveða. Þessi lífsmörk eru öllum lífverum sam- eiginleg, jafnt hinum smæztu frumverum, sem hinum stærztu og fullkomnustu verum, hvort heldur er að ræða um jurtir eða dýr, og maðurinn, sem er einn þáttur í hinni miklu lífsheild jarðar- innar, er þar ekki undanskilinn. Allar lífverur nærast og um- breyta næringarefnum, anda, hreyfast, auka kyn sitt og deyja. Slímkökkurinn, sem vér nefndum amöbu, er þannig dæmi hinnar ófullkomnustu lífveru, en efnið, sem líkami hans er gerður úr, er í öllum aðaldráttum eins í líkömum allra lifandi vera. Vér tökum svo til orða, að lífverur, sem eru byggðar eins og amaban, séu aðeins ein fruma, eða ein sella. En frumur köllum við þær minnstu heildir, sem unt er að skipta líkömum lífveranna í. Allur líkami hinna æðri lífvera er gerður úr frumum, sem hver fvrir sig er lík að gerð amöbunni. En áður en vér förum lengra út í þá sálma, skulum vér dvelja dálítið lengur á landamærum ríkja náttúrunnar, jurta- og dýraríkisins.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.