Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 27

Náttúrufræðingurinn - 1933, Síða 27
NÁTTÚRUFR. 121 Með hverju „slá‘É fuglarnír? Eins og kunnugt er, slá eða berja sumir fuglar menn eða skepnur, er svo ber undir. Er það alkunnugt um kjóann og skúm- inn, sem berja menn, hunda og hesta, meira í varnar- en ásóknar- skyni, þegar nærri er komið eggjum þeirra og ungum. Svo eru og enn aðrir, sem sé ránfuglar, eins og fálkinn (valurinn), sem slá bráð sína, aðra fugla gæfari, til löskunar eða bana, og er það beinlínis til þess gert að veiða þá sér til matar. — Ekki veit eg betur en það hafi verið alment álit, jafnt fræðimanna og ann- arra, að fuglar þessir slægju með vængjunum, og þá öðrum í senn (með efri brúninni ófjöðruðu), og svo var mér a. m. k. sagt og kent, enda hefi eg trúað því, án allrar eigin-rannsókn- ar, fram að síðustu tímum. Hefi eg og sjaldan, og aldrei að stað- aldri, verið í fuglageri (nema þá á sígkastið í nánd við bjarg- fugl) ; hefi lent í slíku aðeins á ferðalögum o. þ. h. Á söndunum miklu í Skaftafellssýslu er talsvert slangur af fugli, en þó hvergi eins og á Breiðamerkui'sandi, sem mjög er gróinn á vissum svæðum, með vatnsaga allt um kring. Verpir þar máfur og skúmur í stórhópum, enda er þar eggja- og unga- tekja, svo að um munar. Og enn eru þar fleiri fuglar, krían, kjó- inn, lómur, endur, æðarfugl og jafnvel svanir. Er það mikið gósenland fyrir þær skepnur, grænn uppgróðurinn í flákum, skammt til sjávar annars vegar og jökuls hins vegar; í gömlum jökulvötnum stendur vatnið uppi í dældunum, og myndar smá- stöðuvötn, og á milli beljandi jökulkvíslar. Allra manna kunn- ugastur á þessum slóðum er bóndinn á Kvískerjum, sem er bær vestan til við miðju sandsins og tilheyrir Öræfum, Björn Páls- son, er búið hefir þar heilan mannsaldur. Er hann „jökulvörð- ur“, þ. e. hann hefir umsjón með vegi og umferð um Breiða- merkurjökul, sem ferðamenn allir verða að fara mikinn tíma árs, er hamhleypan Jökulsá er ófær. Hann er gegn maður og glöggskygn, að góðu kunnur ferðalöngum og má segja, að hann hafi að miklu leyti alið aldur sinn úti á sandinum og upp með jök- ul, með því að þar hefir hann iðulega (og oft daglega) þurft að vera á ferli, bæði til „viðhalds“ hinum einkennilega jökulvegi, og svo vegna annarra nauðsynja, þar eð allur búsmali hans er á sandinum m. m. — Hann er eini maðurinn, sem hefir spurt mig, síðan eg varð fulltíða, hvort eg vissi, „með hverju skúmurinn

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.