Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 22
116 náttOrufr. gefa hugmynd um, hversu gæfur hann muni vera við þau dýr, sem hann á allskostar við. „Klógulir ernir yfir veiði hlakka“, sagði Jónas Hallgríms- son. Hann kunni að koma orðum að ,,kvaki“ arnarins eins og öðru. Enda er ómögulegt að komast betur að orði um erni, þegar þeir eru á veiðum fleiri saman, en að þeir hlakki yfir bráð sinni — sé hún vís. Svo segja munnmæli, að örninn komi aldrei til flugs nema einum unga, þótt hann verpi 2—3 eggjum. Ungunum komi svo illa saman í hreiðrinu og rífist svo ferlega um ætin, að ein- ungis einn — sá sterkasti — haldi velli að lokum. Hinum er hrint fram af björgunum. Máske er þetta þjóðsögn ein. — En gömul kona sagði mér þá sögu, að á bæ þeim, sem hún ólst upp á, hefði orpið örn í hömrunum ekki all-langt frá bænum. Hann var búinn að eiga hreiður þar í hömrunum eins lengi og munað varð. Aldrei var við honum stuggað, því fóstri gömlu konunn- ar sagði bömunum, að það væri ljótt að amast við þeim, sem væru orðnir gamlir og lúnir. En krakkarnir gerðu það oft sér til gamans, þegar þau voru að líta eftir kindum, að ganga upp undir hamrana, sem amarhreiðrið var í. Fundu þau þá, næstum árlega, hræ af hálf-vöxnum arnarungum. Voru þeir rifnir og blóðugir og litu svo út, sem þeir hefðu fallið í harðri orustu. Þetta bendir til þess, að þjóðsögnin um ósamkomulag amarunganna í hreiðrinu hafi við rök að styðjast. — Hér í landareign Múla varp öm vorið 1931. Hann gerði sér hreiður í ókleyfum hömrum, svo ekki varð komist neitt nærri hreiðrinu. Eg gekk nokkrum sinnum um vorið og sum- arið upp undir klettana sem hreiðrið var í, en aldrei gat eg séð nein merki þess, að ungum hefði verið sparkað úr hreiðr- inu. En beinagrindur og hræ af æðarfugli, öndum og ung- lömbum lágu á víð og dreif um urðirnar fyrir neðan. En þótt eg gæti ekki orðið þess var, að ungunum hefði verið hrint fram af hömrunum, þá tel eg næstum því fullvíst, að ekki hafi nema einn ungi komist til flugs úr hreiðrinu. Síðari hluta sumars og um haustið sáust amarhjónin oft á sveimi hér með fjallinu og í vogunum umhverfis nesið, og var þá aldrei í fylgd með þeim nema einn ungi. Hann var auð- þekktur frá fullorðnu fuglunum; bæði var hann minni og jafn-dekkri að lit, enda svo spakur og óvar um sig, þegar líða

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.