Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 12
106 náttGrufr. að dýr hlyti að bera sóttkveikjuna manna milli, en hvaða dýr? Þar sem sjúkdómuxnnn magnaðist svo fljótt og raun varð á, hlaut þetta dýr að vera mjög algengt, og þá var sízt loku fyrir það skotið, að það væri lúsin, því vel höfðu lýsnar dafnað við vanhirðu þá, sem stríðinu fylgdi, og þá ekki sízt í skotgröfunum. En til þess að sakir yi'ðu sann- aðar á lúsina, varð að gei'a tili'aunir. Lýs voi’u teknar af veikum mönnum, og þær sett- ar á nagdýr, sem notuð voru til tilraunanna, en þau sakaði ekki, svo nú vai'ð að leita á náðir manna, sem fúsir væi'u til þess að gefa sig fram, sem „tilraunadýr“. Aftur voru lýs teknar<af sjúklingum, og sett- ar á hi'austa, en allt kom fy<- ir ekki, lýsnar virtust í fljótu bragði ekki geta borið sótt- kveikjuna. Þetta mun ef til dll haf a staf að af því, að menn þeir, sem fyrst voru notaðir til tilraunanna, voru margir hverjir gamlir hermenn, og vanir sínu af hverju, þar á meðal lús. — Þeim varð því ekki bylt við, þótt nokkrar lýs skriðu um líkama þeirra, þeir fóru ekki að klóra sér og láta öllum illum látum. Öðru máli var að gegna um nokkra heldri menn, sem seinna voru fengnir til til- rauna, þeir klóruðu sér þegar „óþrifin" voru látin á þá og það dugði, þeir fengu veikina. Við nánari rannsókn kom það í ljós, að til þess að menn yi’ðu veikir, þurfti lítið eitt af saur lúsarinnar að berast í blóðið, en litlu máli virtist það skipta, hvort saurinn var nýr, eða gamall og þurr. En nú gat þurr lúsasaur borist langar leiðir með vindinum og sezt í sár manna, svo við það varð smitunai'- hættan auðvitað mjög mikil. Auk þess að lýsnar valda óþægindum og kláða, bera þær oft með sér sóttkveikjur, sem geta orðið æði hættulegar. Þess vegna hafa allar siðaðar þjóðir sagt lúsinni stríð á hendur, en vopn þau, sem notuð eru í þessu stríði, eru harla mismunandi. Aðferð sú, að drepa lýsnar eina og eina, hefir reynst mjög ófullnægjandi, enda 9. wynd. Sumar negraþjóöir kunna lag á því, að láta bjöllur veiða lýsnar af höföi sór. Ðjalla sú, sem hér er aö verki hcitir Barchyderus apterus (Lieberkind).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.