Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 10
104
nAttCjrufr.
smákrókar, aftast á neðanverðum afturbolnum, halda hon-
um fast á hárinu. — Nú kemur egginu límlag það, sem
um það er, að góðu liði, það límist við hárið, og fósturþró-
unin fer að byrja. (Sbr. 5. mynd). 1 egginu er tvennskon-
ar efni, efni sem verður að fóstrinu, og svo forðanæring, sem fóstr-
inu er ætluð til næringar á meðan á klakinu stendur. Fyrst í stað
er fóstrið lítið og fábrotið. En áður en langt um líður, fara að mynd-
ast fætur og önnur líffæri, og loks kemur að því, að lúsarunganum
finnst nóg um þrengslin í eggskurninu, lyftir lokinu, er lokar egg-
inu að ofan, og skríður út (7. mynd). Ekki er unginn lengi búinn
að leika lausum hala, þegar sulturinn fer að sverfa að. Varla er lið-
in hálf klukkustund frá því hann kom í heiminn, þangað til byrjað
er að bora gat á húðina, og sjúga blóð af öllum kröftum. Eftir ör-
stutta stund er unginn þembdur af rauðu blóði, sem skín í gegn
um hina þunnu og hálfgagnsæu húð. Nú taka meltingarfærin til
starfa, því ekki er síður þörf að gæta fengins fjár en afla, og eftir
stutta stund er allt melt, sem melt gat orðið, en hitt, sem ekki varð
að notum, gengur niður af dýrinu sem ofurlitlar saurkúlur, og
verður eftir í hári og fötum, eins og svartir deplar.
Ekki þarf lús-
arunginn að svelta,
því nóg er að bíta
og brenna. Hvað
eftir annað sting-
ur hann „nægtar-
horninu“ í jörð nið-
ur, og teigar af al-
efli allt, sem hann
getur torgað. Hann
vex óðfluga fyrst í
stað, en þegar liðið
er á þriðja sólar-
hring, frá því hann
kom úr egginu,
o. myud. Egg (nit) af lúsategundum inannsins. A flatlús,
B höfuölús og C fatalús. Stækkaö 33 sinnum (Licberkind).
hægir vöxtinn mjög, því líkaminn er að utan þakinn all-
hörðum ham, sem lítið getur tútnað út, en að þessu leyti sver lúsin
sig í ættina til allra annara skordýra, því öll hafa þau kítín-ham um
likamann. Á þriðja degi rifnar þessi hamur, unginn skríður út, en
jafnskjótt byrja kirtlar í húðinni að smita frá sér efni, sem brátt
vcrður að nýjum ham, en á meðan hann er að harðna, lætur lúsin
einskis ófreistað að því er mataræði viðvíkur, hún vex óoflugu,