Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1933, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFR. 113 Ef við athugum endastöðvarnar í dýraríkinu, amöbuna og menn- ina, þá sjáum við í fljótu bragði fátt sameiginlegt. En engu að síður eru þessar tvær lífverur endar á sömu keðjunni. Það má flytja sig hlekk frá hlekk, þrep af þrepi, frá tegund til tegundar, og hvergi verður djúpið á milli tegundanna svo stórt, að eigi megi með rökum brúa það, unz manninum er náð. Hér er ekki unnt að draga þessi rök fram, en á eitt má þó minnast. Allar líf- verur, þ. e. a. s. hver einasti einstaklingur, og maðurinn með, hefir byrjað lífferil sinn sem ein einasta sella, sem ekki er í neinu verulegu frábrugðin amöbunni. Það eitt út af fyrir sig sýnir það, að stökkið er ekki eins stórt og margir kynnu að halda. Og öll þróun fóstursins hjá hinum æðri dýrum, bendir ótvírætt í áttina til annara lægri og minna þroskaðra forfeðra. Á einu stigi fósturþróunarinnar hefir maðurinn t. d. tálkn ogtálknboga, sem ótvíræðlega benda á skyldleika við fiskana í sjónum. Þetta er aðeins eitt af mörgu, sem leiða má fram sem rök fyrir þróuninni' í ríki náttúrunnar. Eins og kunnugt er, er þessi kenning ung, aðeins rúmra 70 ára, enda hefir hún átt við marga og mikla mótspyrnu að stríða. Því ber heldur ekki að neita, að hún á sinn þátt í því, að rífa nið- ur gamlar erfikenningar, og hún gerði útaf við síðustu leyfarnar af sköpunarsögu 1. bókar Mósesar. En eitt er merkilegt. Og það er, að í öllu því moldviðri, sem upp hefir verið þyrlað, gegn þróunarkenningunni, þá var það þannig fyrir mörgum, að allt var gott og blessað, ef aðeins manninum var haldið utan við. Mönnum þótti það svo miklu verra að vera kórónan á lífsheild jarðar, heldur en að standa utan við það allt, og vera uppruna- lega skapaður úr jarðarleiri. Eg veit ekki hvað öðrum finnst, en mér fyrir mitt leyti finnst þróunarkenningin vera dásamlegust af öllu því góða, sem nátt- úruvísindin hafa fært mannkyninu, og ef til vill verið einhver stærzti sigurinn, sem mannsandinn hefir unnið. Og því hefi eg valið þetta umtalsefni í kvöld, sem eg býzt við að mörgum af ykkur hafi fundizt nokkuð út í bláinn. — En takið nú eftir. Á öllu lifandi á jörðunni fer fram og hefir farið fram þróun, frá hinu ófullkomnara til hins fullkomnara. Allt, sem lifir og hrærist á jörðunni, verður að lúta þeim lögmálum, ekkert er til í ríki náttúrunnar, sem heitir kyrrstaða, alls staðar er vöxtur, fram- rás og ný sköpun. Vér mennimir erum engin undantekning. Hjá oss er hreyfingin áfram einn þáttur í lögbundnu starfi náttúrunn- ar, engin sérréttindi geta hindrað slíkt. Með slíkri vissu verður 8

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.