Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 11
NÁTTÚRUPR. 3 gos gerast. Þó gerði það mikinn skaða, enda þótt svo giftusam- lega atvikaðist, að engir menn þiðu tjón lífs eða lima. í Skaftár- tungu urðu mest spjöll af völdum öskunnar, bæði á afréttum og heimalöndum. Ein jörð lagðist í eyði, en hinar voru allar skemmdar meira og minna. Rættist þó betur úr en á horfðist í fyrstu. í jökulhlaupinu er talið, að farist hafi 37 hross og mörg hundruð fjár, flest úr Álftaveri og Meðallandi. í þessum sveit- um spillti hlaupið jörðum og eyðilagði ínannvirki einstaklinga og ríkis. Ekki er mér kunnugt um, að metið hafi verið til pen- inga allt það tjón, beint og óbeint, sem léiddi af gosinu, en varla hefir það verið undir 100,000 kr., eftir gangverði landa og lausa- fjár árið 1918. f Vestur-Skaftafellssýslu þótti ástæða til að færa niður matsverð 43 jarða, vegna skemmda af völdum gossins, og nam lækkunin 20,800 kr. Nokkuð óx þekking manna á Kötlu í þessu gosi, og hefði þó betur mátt verða. Svo lítur út sem austurhluti Mýrdalsjökuls sé gömul goskeila, líkt og Eyjafjallajökull, og hafa menn hald- ið, að Katla væri gígur hennar. Meðan á gosinu stóð, þóttust menn sjá með vissu, að mökkurinn kæmi upp á tveim stöðum, að minnsta kosti, og töldu ýmsir, að þeir lægju báðir austar en menn hugðu gíginn vera áður. Af þessu virðist helzt mega ætla, að gosstaðurinn sé gjá eða sprunga, eins og að fornu er tal- ið. En sumarið 1919 var tvisvar gengið á jökulinn til að skyggn- ast um. Sást þá geysimikil skál norðanhalt við hájökulinn, og var hún opin að miklu leyti móti suðaustri. Þessi athugun hníg- ur eindregið í þá átt, að Katla sé gígur goskeilu. Hitt má vera, að um hana liggi sprunga frá suðaustri til norðausturs, yngri en aðalskálin, og komi þar upp eldarnir nú. Engin áætlun hefir verið gerð um það, hve mikið af föst- um efnum hafi borist upp í gosi þessu, enda má slíkt heita óger- legt, þar sem öskulagið var hvergi mælt með neinni nákvæmni. En af þeirri vitneskju, sem fáanleg er, má gizka á, að gosefna- magnið hafi verið 0,2—0,3 teningskílómetrar. Nokkru auðveld- ara er að geta sér til um vatnsmagn jökulhlaupsins, og virðist mér það hafa verið um 3—400,000 teningsmetrar á sekúndu, þegar mest var (jakar og jökulleir meðtalið). Til samanburðar má geta þess, að Þjórsá, vatnsmesta á á íslandi, ber fram um 400 teningsmetra á sek. að sumarlagi, Yolga, sem er vatnsmesta fljót í Evrópu, um 10.000 tenm. á sek. að meðaltali, og Ama- zonas tæp 70.000 tenm. á sek. til jafnaðar, en hún er mest allra fljóta í heimi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.