Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 14
6
NÁTTÚRUFR.
óx smátt og smátt, nú erum við orðnir 55, sem vinnum saman
að því, að ráða gátur fuglaferðanna. Einungis einn þeirra hefi
eg séð og talað við, allir hinir hafa sett sig í samband við mig
bréfleiðis, og gerst sjálfboðaliðar við starfið. Það eina, sem
tengir okkur saman, er málefnið. Hugur minn hvarflar nú ekki
lengur einungis til íslenzka fuglaheimsins, heldur einnig til
allra þeirra manna, sem hafa lagt skerf af mörkum, og eiga nú
skilið þökk vísindanna og mína.
Þegar eg hefi látið merkja fugla, hafa verið notaðir litlir
hringir úr aluminíum eða eir, og þeir festir á fætur þeirra fugla,
sem merkja skyldi. Á hverjum hring er heimilisfang mitt, en
auk þess sérstök tala, sem táknar hver í röðinni fuglinn er af
öllum merktum fuglum, og loks er þar stafur, sem táknar
P.SKOVSAARD K
ViBORŒ DANMARK. 9061
2. mynd. Merkihringur Skovíjaards, róttur út.
merkjaflokk. í Danmörku höfum við merkt yfir 100000 tegund-
ir, en á íslandi um 10000, og hafa meira en 300 þeirra verið
endurveiddir, svo eg viti. Vitneskja sú, sem fengist hefir um
ferðir íslenzku fuglanna, er engu síður undraverð en fornfræðin
landsins frægu, smátt og smátt er að skapast samræn heild þekk-
ingar, sem lyftir huliðsblæju frá hinum dularfullu ferðum fugl-
anna. Nú erum við komnir svo langt, að við getum sett merki á
landakortið, og sagt, að þangað hafi komið fugl frá íslandi, heið-
lóa, spói, önd eða gæs, en við verðum að halda áfram, ennþá erum
við aðeins við byrjun rannsóknanna. Það er mér gleðiefni, að
Islendingar hafa nú sjálfir lagt af stað, og eru byrjaðir að
safna upplýsingum um ferðir fuglanna, svo að við getum sem
fyrst komist til þekkingar á hinum fjölþættu lifnaðarháttum
þeirra. Þeir tveir aðiljar, sem nú hafa um hönd fuglamerk-
ingar á íslandi, munu nú, hvor um sig, í göfugri samkeppni,
reyna að gera sitt bezta, við stefnum í félagsskap að sameigin-
legu marki, en þetta mark er að öðlast fullan skilning á ferðum
íslenzku fuglanna, heimkynni þeirra og háttum allan ársins
hring. í tímariti þessu hefir þegar birzt yfirlit yfir fuglamerk-
ingar mínar á Islandi og var lítilsháttar minnst á árangur þeirra
(Náttúrufræðnigurinn, II, bls. 73), en mánaðardagar ekl:i tekn-
ir með. Sjálfur hefi eg ritað neðantaldar ritgerðir um starfið
og árangur þess: