Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 32

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 32
24 NÁTTÚRUFÍt.. Fdgætur fugl — topplundi. Topplundi (Aethia, cristatella [Pall.]), heitir fugl einn, skyld- ur lunda, en nokkuð minni, og með nef svipað og á lunda,. en auðþekktur frá honum á því, að hann hefir m.jóan, fram- beygðan fjaðratopp upp úr enninu. Hann á heima í Beringshafi og verpir á ströndum þess og í eyjum, sem að því liggja, en. fer á veturna suður á bóginn, allt til Japan. Árið 1916 fréttist það til KaupmannahafnaJr, að náðst hefði í nánd við Færeyjar, um 1912, einkennilegur „lundi“, sem væri þar uppsettur. Fengu fuglafræðingar við dýrasafníð í Höfn hann til athugunar og reyndist það að vera topplundi og síðar kom áreiðanleg upplýsing um það, að fuglinn hefði ekki fengist við Færeyjar, heldur hefði hann verið skotinn frá fær- eysku fiskiskipi, „Otaria“ í ágúst 1912, við ísland, ca. 45 sjóm. NNA af Langanesi (líklega aðfram kominn af þreytu, eftir upp- lýsingum að dæma). Það þótti næsta merkilegt, að þessi fugl, sem ekki hefir sézt fyr (né síðar) í Atlantshafi, skyldi vera kominn slíkan óraveg frá heimkynnum sínum hinum megin á hnettinum, 6—8 þús. km. í burtu og sýnir það bezt, hve langt fuglar geta flækst, jafnvel þeir,. sem flugþungir eru. — Ekki er gott að vita, hvaða leið fugl þessi hefir valið sér, né hve lengi hann hefir verið á leiðinni, en styzt hefði verið fyrir hann að fara „beint“ yfir heimsskautið. Þó er ekki líklegt að hann hefði getað komist klakklaust þá leiðina, vegna óslitinna ísauðna og er þá næst að ætla, að hann hafi farið með norður-ströndum Asíu, öfuga leið þá, sem Nordenskjöld fór forðum á ,,Vega“, eða norðaustur-leiðina, eins og hún var áð- ur nefnd. B. Sæm. (eftir D. O. F T.). Nýjustu landnemarnir. I. Karakúlf é. Heimkynni þess eru í Vestur-Turkestan, inni í miðri Asíu. Það er kennt við borg eða þorp, er Karakul nefnist, en þar kynntust Evrópumenn fjárkyni þessu fyrst. Lambskinnin, sem ræktun þessa fjár veltur að mestu á, eru þó þekktust undir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.