Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 34
26 NÁTTÚRUFR. nær niður á hækilbeinið og er- þar venjulega hlykkur á honum. Á dindilinn safnar það fitu sem forðanæringu og verður því vel alið fé sem vanskapað í okkar augum. Annað einkennilegt við það eru eyrun, sem eru löng og lafandi; séu þau stutt eða að nokkru leyti uppstæð þykir það benda til þess að ekki sé um hreinan uppruna að r-æða. Síðastliðið sumar komu hingað nokkrar kindur af fé þessu, á vegum Búnaðarfélags íslands, frá Halle á Þýzkalandi, en þar hefir það verið ræktað síðan 1903 og ýmsar tilraunir gerðar við það, með vísindalegri nákvæmni af dýraræktarstofnun há- skólans (Institut fúr Tierzucht und Molkereiwesen an der Uni- versitát). Tilraunir þessar hafa meðal annars leitt í Ijós, að við blöndun við aðrar fjártegundir verða einkenni þess venju- lega yfirsterkari og bezt hefir blöndun tekist við fé, sem er mjög líkt okkar íslenzka fé. Kindur þær, sem hingað komu, eru nú dreifðar víðsvegar um landið. Mun hugmynd bænda aðallega vera sú, að blanda því við íslenzkt fé, þannig að við afkvæmi undan karakúlhrút og íslenzkri á verði notaður karakúlhrútur á ný og á sama veg áfram við þeirra afkvæmi o. s. frv. Er þá von um að kom- ið verði upp stofni, sem mjög lítið verði eftir í af íslenzka upp- runanum. Kindurnar eru svo dýrar (um 2000 kr. hrúturinn og ærin ennþá dýrari) að kostnaðarsamt yrði að koma upp hrein- um stofni. Eg hitti hér í sumar kunningja minn úr sveit, og sagði hann mér meðal annars að ær hefði drepist hjá sér úr pest, komin að burði, og hefði lambið verið svart. Ekki hirti hann skinnið af lambinu, heldur gróf allt niður. Eg ásakaði hann fyr- ir það, því að sjálfur hefði eg gjarnan viljað sjá skinnið. Til gamans fór eg með hann til skinnasala, er eg vissi að átti ,,Per- sian lamb“-skinn. Sagði þá bóndinn að skinnið af lambinu úr pestardauðu kindinni hefði verið mjög líkt þessu skinni, og sízt Ijótara. Þetta skinn kostaði 95 krónur! II. F r o s k a r. Um innflutning þessara dýra hefir áður verið getið hér í ritinu (Á. F.: „Landnámsfroskarnir“, Náttúrufr. II., bls. 62). Þeir voru fluttir sunnan frá Berlín, en nokkrir frá Danmörku; „lifðu sumir þeirra fyrsta veturinn, og ef til vill lengur, en áð- ur en langt um leið voru þeir allir úr sögunni“. Þetta var 1895.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.