Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 35
NÁTTÚRUFR.
27
Líklega eru þetta ófríðustu innflytjendurnir, sem fluttir
hafa verið viljandi inn. En þetta eru samt undursamleg dýr á
margan hátt, og gera víða mjög mikið gagn með því að eyða
skaðlegum skordýrum. Þau hafa sérstöðu í dýrarílcinu, því þau
eru hvorki fugl né fiskur, hvorki spendýr né skriðdýr. Þau eru
um allan heim, nema þar sem kaldast er, í mjög margbreytileg-
um myndum og kunna ýmsar listir; þau ,,leika, kvaka, fljúga
og synda“ eins og þar stendur. Það er máske fullmikið sagt, að
þau fljúgi, en til eru þó tegundir þeirra, sem geta farið svifflug.
Þróunarsaga þeirra er sérstaklega einkennileg. Hjá sumum
tegundunum frjóvgast eggin inni í móðurinni eins og hjá spen-
dýrunum, hjá öðrum frjóvgast þau eftir að þau eru gotin eins
og hjá fiskunum, hjá enn öðrum frjóvgast þau í móðurlífi af
móðurinni sjálfri, en þó með aðstoð karldýrsins. Unginn er um
eitt skeið með langan hala eða sporð og andar með tálknum, en
fullvaxið er dýrið ,,halaklippt“ ogandar með lungum (sjá mynd-
ina með áðurnefndri grein Á. F.). Sumar tegundirnar lifa mest-
megnis í vatni, aðrar á þurru landi, enn aðrar uppi í trjám o. s.
frv. Þegar enga björg er að fá, þ. e. á veturna í norðlægum
löndum, liggja þeir í dái eins og dauðir væru.
,,Allar tegundir froska, sem lifa í vatni, hafa svipaða lifn-
aðarhætti. Á vorin og sumurin eru þeir fullir af lífi og fjöri,
þeir eru þá með allskonar brek og gleðilæti, á haustin dofnar
yfir þeim, unz þeir leggjast fyrir djúpt niðri í leðjunni í botn-
frosnum eða uppþornuðum tjörnum, sofa þar sinn væra vetrar-
eða þurrkatímasvefn, allt til þess, er hinir hlýju vindar vors-
ins bræða ísskorpuna eða fyrsta regnskúrin bleytir upp leðju-
lagið. Þá vakna þessir sjösofendur til nýs lífs. Því eins og vorið
hér hjá oss klæðir grundina nýjum skrúða, svo færir regntími
heitu landanna náttúrunni nýtt líf. Þegar hinn drepandi hiti
þurrkatímans í Mið-Afríku hefir breytt blæju dauðans yfir
landið, þegar grasið er skrælnað, trén hafa fellt laufskrúð sitt,
fuglarnir flutt sig til björgulegri landssvæða og spendýr, skrið-
dýr og froskar lagst í dá, þá eru bæði menn og dýr þau, sem
neyðast til að lifa í þessu loftslagi, nærri örvílnun, svo hart
leikur þessi árstími allt, sem lifir. En einn góðan veðurdag sjást
dökk skýjaþykkni úti við sjóndeildarhringinn, þau fá vind í
seglin og nú steypist hið stórfellda hitabeltisregn yfir skræln-
aða jörðina. Þá er vorið komið í einni svipan. Tímunum saman
steypist regnið úr skýjunum. í dældunum myndast lækir og ár
og tjarnir og vötn, og vatnið helzt við, að minnsta kosti í hin-