Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1934, Blaðsíða 36
28 NÁTTÚRUFR.. um síðarnefndu. Og sjá! áður en aftur styttir upp, áður en regnið hefir dropið af trjánum, hefir vorið þegar vakið sjö- sofendurna. Áður en fyrsti regndagurinn er liðinn að kveldi heyrist þúsundfalt „gonk, gonk, gonk“ frá hverri tjörn, hverj- um polli, hverjum bakkafullum læk. Iivert sem maður snýr sér, úr öllum áttum ómar hið sama. Þúsundir smáfroska sitja kring- um hverja tjörn eða synda eftir spegilsléttu yfirborðinu, þeir heilsa lífinu með takmarkalausum fögnuði, gefa sig í algleym- ingi að ástarfarinu, strax og þeir eru vaknaðir, hoppa um með allskonar gleðilátum allan þann tíma, sem nóg vatn er í lækn- um, en hverfa á ný um leið og síðasti vatnsdropinn hefir þorn- að upp“. (Brehm). Sú tegund, sem hingað var flutt, hefir sennilega verið al~ menni froskurinn (Rana temporaria L., á þýzku : Brauner Frosch eða Grasfrosch, á sænsku: Den vanliga grodan). Heimkynni hans er Norður- og Mið-Evrópa, allt norður á 70. breiddarstig (nokkru norðar en ísland er). Ennfremur er hann víða í Norður- og Mið-Asíu. í Pyreneafjöllunum hefir hann fundizt í 2,800 m. hæð (ca. þriðjungi hærra en Öræfajökull) ; eftir því virðist hann ekki óttast kuldann svo mjög. Hann er um 7—9 cm. á Iengd (kvendýrið, karldýrið heldur minna). Liturinn er brúnn eða rauðbrúnn, með dökkbrúnum eða svörtum flekkjum; þó er það nokkuð breytilegt. Afturfæturnir eru miklu lengri en framfæturnir og er sundfit á milli tánna á aíturfótunum, en nær þó ekki fram á tábroddana. Tungan er öfug við það, sem við eigum að venjast, þ. e. hún er föst við neðri góminn að framanverðu og snýr því inn, en fyrir það getur dýrið slöngvað henni út úr sér, og veiðir á þann hátt með henni flugur og önn- ur skordýr. Tímgunin gerist þannig, að karldýrið þrýstir eggj- unum út úr kviði kvendýrsins og frjóvgar þau svo (í vatni).. Annars lifa þau mestmegnis á þurru. Þau eru gráðug mjög, eins og aðrar froskategundir, eta mikið meðan tími vinnst til, hlífa jafnvel ekki sínum eigin afkvæmum, ef svo ber undir. Mest lifa þau þó af allskonar skordýrum, og gera á þann hátt víða mikið gagn. Lærin af þeim eru etin og þykja herramannsmatur.. Líklega er þó varla hægt að telja þau til nytjadýra á þann hátt. En það eru fleiri en maðurinn, sem ásækir þá. Spendýr, fuglar,. fiskar og þó sérstaklega slöngur (snákar), þar sem þeir eru,. eta ógrynnin öll af þeim. Eina bótin er, að þar sem lífsskilyrði eru góð, er viðkoman mikil. Eitt hagkvæmt vor getur jafnaS upp tap tíu undanfarinna ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.