Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 37
INÁTTÚRUFR.
29
Erlendis er þekkt náttúruundur, sem nefnt er ,,froskaregn“.
Einn góðan veðurdag er alls staðar orðið krökt af froskum, þó
enginn hafi sézt áður. Gátu menn ekki skilið það öðruvísi en
svo, að þeim hefði rignt niður (sbr. það, er eg tók upp eftir
Brehm hér að framan). En þetta getur líka orðið á þann hátt,
að ef vorið hefir verið gott og skilyrði hagkvæm fyrir tímgun-
ina, getur einn árgangur ungviðis komið í milljónatali samtímis
úr frumheimkynninu, vatninu, á þurrt.
Landnámssaga froskanna frá 1895 varð stutt. En væri ekki
gaman að gera tilraun með landnám þeirra á ný?
Ársæll Ámason.
Nokkrar fleiri tegundir dýra hafa komið hingað til lands-
ins, húsdýr (naut og sauðfé), alifuglar, kanínur o. fl. En þar
sem þetta eru allskonar blendingsdýr þótti ekki ástæða til að
geta þeirra sérstaklega.
Meinleg prentvilla hefir slæðst inn í „Nýir landnemar“.
Þar stendur á einum stað: I Færeyjum eru margir refir, í stað •
1 Færeyjum eru engir refir.
Á. F.
Nýtt meðal við holdsveiki?
í merku brezku tímariti er sagt frá nýrri lækningar-aðferð
við holdsveiki. Anilin-litar-efni, sem nefnist trypan-blámi, er
sprautað sex sinnum inn undir húð sjúklingsins, og verður þá
líkami hans allur helblár, nokkrum mínútum síðar. Blái litur-
inn hverfur svo af sjúklingnum að sex vikum liðnum frá þessari
læknisaðgerð, og er svo sagt, að þá sé holdsveikin læknuð til
fulls. Fylgir það með þessari sögu, að menn hafi ástæðu til að
gera sér vonir um að meðal þetta muni einnig geta komið að
góðu gagni við berklaveiki.
Reynist eitthvað hæft í þessari fregn, munu þetta verða
talin mikil tíðindi og góð. Ekki er um það getið, hver hafi fund-
jð meðal þetta og ekkert nánara skýrt frá þessu að þessu sinni.
(Eftir „Discovery“, í des. 1933.)
M. B.