Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 40
NÁTTÚRUPR.
Um það bil sem ungarnir eru
að verða fleygir, kemur gul-
rauði liturinn á nefinu á þeim
fyrst verulega glöggt fram,
enda þótt oft megi sjá votta
fyrir honum fyrr. En ungar
heiðagæsir eru aldrei gulrauð-
ar upp að munnvikum. Þær
hafa aðeins ca. 1 cm. breitt,
gulrautt litarbelti yfir um
báða nefskoltana, aftan nef-
naglarinnar. Kemur þessi lit-
ur fyrr fram á efra skolti og
er oft óskýr á neðra skolti í
ungum kvenfuglum. Framan
af æfi heiðagæsanna er því
lítill litarmunur á nefinu á
þeim og á nefi fullorðinna
akurgæsa. Þetta breytist eft-
ir því sem aldurinn færist yf-
Höfuð af Heiðagœf ir heiðagæsirnar, — gulrauði
(Eftir Alpheraky). liturinn færist þá upp eftir
nefinu, meðfram skoltröndunum. Hvenær þetta verður, er ekki
fullkunnugt ennþá, — með því að merkja sem flest af heiðagæs-
um, má vænta þess, að vitneskja fáist um ýmislegt, sem enn er á
huldu um uppvöxt þeirra og æfi. Líkur benda til þess, að heiða-
gæsirnar fari að verpa, a. m. k. hér á landi, áður en þær hafa
fengið á sig fullan lit að þessu leyti. Er þetta ekki rannsakað til
fullnustu enn þá, og því ekki þorandi að fullyrða neitt um það
að svo stöddu.
Ungar hei&agæsanna, nýskriðnir úr eggi, eru tvílitir. Að of-
an og aftanverðu, í hnakka, hálsi og á baki, eru þeir dökk-
grænir að lit, en að neðanverðu er allur unginn ljós-grænn, með
sterkri gulleitri slikju, framan frá kverk og aftur að stéli. Nær
þessi gulgræni litur talsvert upp á hliðarnar á búknum; á háls-
inum og höfðinu, í vöngunum upp undir augun. Ennfremur er
dálítill gulleitur blettur í enninu ofanvert við nefrótina. Um
augun er all-breið, dökkgræn rák, framan frá nefrótum og aft-
ur á háls. Á vængjöðrunum er ljósgræn rönd, framan frá úln-
Jið og upp að alnboga. Fæturnir eru mósvartir. Nefið einnig
■dökkt (svart), en nefnöglin nokkuru ljósari.