Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 41
TíÁTTÚRUFR.
33
Um stærS heiSagæsa er það að segja, að hún breytist mjög
-eftir aldri og kynferði, og er því lítt um þetta vitað með vissu.
Yfirleitt vita menn lítið um æfi og uppvöxt grágæsa, en þó vita
menn lang-minnst um heiðagæsirnar, vegna þess, að þær eiga
heimkynni sín víðasthvar svo fjarri mannabyg'gðum, að tækifæri
hafa verið minni til þess að kynnast þessari grágæsategund, en
töðrum frænkum hennar. Er því nær allt, sem um þetta finnst
á prenti, byggt á ágizkunum. Það er fyrst nú, hin síðustu 2—3
undanfarin ár, að vitneskja hefir fengizt um bólfesti heiðagæs-
anna hér á landi, og er því þess að vænta, að meira verði vitað
um þessa gæs að nokkurum árum liðnum, en menn vita nú. Er
Jjví ekki lengur nauðsynlegt að ráðast í dýr og erfið ferðalög
norður í heimskautslönd til þess að sækja þær heim. Er þess að
óska, að stjórnarvöld þessa lands, beri gæfu til þess að friða svo
um þessa sjaldgæfu gæsategund, að hún haldist við í landinu
þrátt fyrir nábýlið við mannheima. Alpheraky telur sig ekki
geta fullyrt neitt um mestu eða minnstu stærð heiðagæsa, •— til
þess kveðst hann hafa haft þær of fáar handa á milli. Hann
kveðst að eins hafa mælt fáeina fullþroskaða heiðagæsasteggi, og
mældust þeir þannig: Lengd 650—708 mm. Vængir 400 mm.
.Nef (culmen) 44—48 mm. Fótleggir (tarsus) ca. 56 mm. Tenn-
ur telur hann ca. 20—22, sitthvoru megin í efra skolti, en hygg-
ur þó að þær geti orðið eitthvað fleiri. Kolthoff och Jágerskiöld
telja fram eftirfarandi stærðahlutföll: Lengd 590—760 mm.
Vængir 390—426 mm. Nef 37—49 mm. Má af þeim ráða, að
þar sé tekið tillit til beggja kynja og jafnvel ungra fugla á 1.—2.
ári, á það bendir lágmarkstalan 37 mm. neflengd, sem naumast
getur átt við fullþroskaða heiðagæs. Er ólíklegt, að neflengd
þeirra fari að ráði niður fyrir 40 mm. Að öðru leyti er engu
minni stærðarmunur á karl- og kvenfuglum meðal heiðagæsa.
en annarra grágæsa, og má því búast við talsverðum mismun á
rnilli lágmarks og hámarksstærða þeirra, þótt ekki sé tekið til-
lit til hálfþroskaðra fugla. Fótleggjalengd heiðagæsa telja flest-
ir höfundar ca. 50—70 mm., og stéllengd ca. 111—148 mm.
Eg, sem þetta rita, hefi að eins haft fáar heiðagæsir handa
á milli, ca. 10—12 alls, og þar af að eins 3 fullorðnar, 2 steggi
og 1 gæs. Er því ekki mikið upp úr þeim tölum leggjandi, sem
eg hefi fram að færa, en þær eru sem hér segir:
1) Heiðagæsarsteggur, skotinn í Eyvindarveri 28. júlí 1931.
Uengd: 735 mm., nef (culmen) : 47 mm., fótleggir (tarsus) : 75
mm., miðtá + kló: 75 mm., kló: 12 mm. Flugfjaðrir voru al-felldar
3