Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 42

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 42
34 NÁTTÚRUPR. og tæplega hálf-vaxnar út aftur, var því ekki til neins að mæla vængjalengdina. 2) Heiðargæsarsteggur, skotinn í Hvannalindum 2. ágúst 1933. Lengd: 745 mm., nef:: ca. 48 mm., fótleggir: 76 mm. 3) Heiðagæs, skotin í Hvannalindum 2. ágúst 1933. Lengd: 710 mm., nef: 45 mm., fótleggir: 67 mm. Báðar þessar síðar- töldu gæsir voru í ,,sárum“, og var því ekki að marka vængja- lengdina, voru þær að kalla alveg flugvana, — gátu með herkju- brögðum aðeins lyft sér frá jörðu. 4) Heiðagæsarungi (kvenfugl), ófleygur að kalla, skotinn í Hvannalindum 2. ágúst 1933. Lengd: 600 mm., nef: 35 mm., fótleggir ca. 65 mm. 5) Heiðagæsarungi, sýnilega talsvert eldri, en no. 4, kven- fugl, illa fleygur, skotinn í Hvannalindum 2. ágúst 1933. Lengd: 657 mm., nef: 35 mm., fótleggir: 66 mm. 6) Heiðagæsarungi, skotinn við Hrauná (Ódáðahraun) 8. ágúst 1932 .Lengd: 638 mm., vængir: 310 mm., nef: 34 mm., fótleggir: 69 mm., stél: 151 mm. Kvenfugl, sæmilega vel fleygur. 7) Heiðagæsarungi*), nýskriðinn úr eggi, aðeins fárra kl.st. gamall, tekinn í Syðra-Fljótsgili (sunnan Stóra-Flæðuhnúks), þ„ 15. júní 1933. Lengd: 175 mm., vængir: 44 mm., culmen: 15 mm.„ tarsus: 24 mm., miðtá ~ kló: ca. 25 mm., klóin: 6 mm. Þyngd: ca. 78,125 grömm. (Maginn tómur, en fáeinir elftingarsprotar í munni og vélinda.) Skolttennur í grágæsum þessum hefi eg ekki talið, þar eð eg er ekki sannfærður um að á því sé mikið að græða. „Tennurn- ar“ virðast vera laklegt aðgreiningar-atriði, vegna þess að þeim fjölgar mjög með aldrinum. Egg. Heiðagæsirnar eiga mörg egg, sýnu fleiri en aðrar grá- gæsir, og er ætlað að það stafi af því, að vanhöld eru mikil. Ungadauði er mjög mikill, einkum fyrstu vikuna eftir að þeir koma úr eggjunum. Veðráttan ræður þar miklu um, en stað- hættir ýmsir á varpstöðvunum eiga oft sök á því, hversu ung- ar týna tölunni á leiðinni úr hreiðrunum til vatns. Þá eru og ótal óvinir, sem sitja fyrir þeim á þeirri leið, t. d. ýmsir rán- *) Til samanburðar set eg hér mál af stóru grágæsarunga, á svipuðu reki, en örlítið eldri, ca. 2—4 daga, í hæsta lagi. A. anser, pull. Tekinn i Þingey þ. 22. júní 1933. Lengd: 225 mm., væng- ur; 55 mm., culmen: 20 mm., tarsus: 37 mm., miðtá kló: 36 mm., klóin: 6 mm. Þyngd: ca. 125 grömm. (Maginn úttroðinn af elftingu, sömuleiðia elfting í vélinda og munni).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.