Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 47
NÁTTÚRUFR.
39
eins litlu móleitu augun þeirra, sem koma upp um þá. Þeim
geta þeir ekki haldið kyrrum. Með augunum fylgja þeir hverri
hreyfingu í umhverfinu, en það er þessi hreyfing augans, lík-
ast glitrandi móleitri stjörnu í mosanum, sem loksins vekur
athygli manns, og gerir það að verkum, að það má sjá móta
fyrir litlum gæsarunga, rétt við tærnar á manni ef til vill.
Þar sem ekki er hraunlendi meðfram ám eða lækjum, þar
sem heiðagæsirnar hafast við, leita þær sér öryggis, ef hættu
ber að höndum, út á árnar, eða upp á eyrar í þeim, ef þær eru
nógu langt frá landi. Til beitar fara þær þá helzt um nætur,
en eru úti á eyrunum um daga. Þegar ungarnir eru orðnir stálp-
aðir og dálítið fleygir, fara foreldrarnir að fella fjaðrir og
verða flugvana um hríð. Fara þá heiðagæsirnar, eins og allar
aðrar gæsir, þangað, sem þær vita sig óhultastar fyrir öllum
óvinum. Fara þær vatnaleið, þar sem því verður við komið, en
fara gangandi yfir land, en sjaldan eru þær þá langt frá vatni.
Víða fara þær út í víðáttumikla mýrarflóa eða fen, t. d. við
austanverðan Hofsjökul, í Eyvindarveri o. v. Stundum leynast
þær í hraunjöðrum meðfram ám, eins og áður er sagt. í vest-
anverðu Ódáðahrauni virðast þær fara neðan frá Skjálfanda-
fljóti upp eftir Hrauná og öðrum ám, sem falla í fljótið undan
hraununum, og færa sig smám saman lengra og lengra suður
á við, alla leið suður í Jökuldælaflæður, eða suður í Vonarskarð
(Gæsavötn). Munu þær þá oftast vera komnar úr ,,sárum“ og
orðnar fleygar aftur, er hingað er komið ferðinni. Er nú skammt
vestur í Þjórsá og hin miklu grasflæmi beggja megin árinnar,
andspænis Arnarfellsjökli. Ðvelja þær lengi í „verunum" syðra,
áður en þær fara að hugsa til brottferðar af landinu.
Það, sem nú hefir verið sagt um ferðalög heiðagæsanna
suður eftir vestanverðu Ódáðahrauni, er að vísu tilgáta höf.,
er styðst við ýmissar athuganir, er allar benda í þessa átt, en
er ekki fullkomin staðreynd enn þá. Það hefir t. d. ekki orðið
vart við, að heiðagæsirnar færi niður eftir Skjálfandafljóti
með ófleyga eða hálfvaxna unga eins og stóra-grágæsin gerir,
til þess að dvelja seinni hluta sumarsins í lágsveitunum við
fljótsmynnið. Stóra-grágæs (Anser anser) verpur víða meðfram
Skjálfandafljóti, um allan Bárðardal í byggð og við Svartá og
Suðurá skammt fyrir ofan byggðina. Lendir henni saman við
frænku sína, heiðagæsina, bæði við Svartá og við Kráká, suður
frá Mývatni. Stóra-grágæsin virðist ekki kæra sig um að hafa
heimilisfang lengra upp eftir hálendisjöðrunum en svo, að