Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1934, Side 48
40 NÁTTÚRUFR. jurtagróður sé þar svipaður og neðra í láglendishéruðunum. Þegar ungarnir eru orðnir dálítið stálpaðir, en löngu áður en þeir eru fleygir, fara gæsirnar í stórhópum með ungana niður árnar og niður eftir öllu Skjálfandafljóti. Hefir ekki orðið vart við, að heiðagæsirnar flytji sig þessa leið. Hafa þó verið hafðar nánar gætur á þessum ferðalögum gæsanna á fljótinu. Iðulega hafa verið skotnar gæsir úr þessum hópum, og aldrei hefir á þann hátt náðst í neina aðra gæs en stóru-grágæs. Ef heiðagæsirnar fara þessa leið, er nokkurn veginn víst, að þær fara hana ekki á meðan þær eru í „sárum“, eins og stóra-grá- gæsin gerir. Það væri þá aðeins seinna á haustin, um rétta-leyt- ið, sem mætti vænta þeirra ofan af hálendinu, en um það er ekki neitt vitað enn þá, enda mun það lítt hafa verið athugað, hvort þær sé þá á ferðinni á þessum slóðum. M. B. Árangur íslenskra fuglamerkinga. v. Erlendis hafa náSst: Duggönd merkt 19/6 ’33 (á hreiðri) á Grímsstöðum við Mý- vatn. Fannst dauð nálægt Belmullet í Mayo-sýslu á írlandi, þann 29/12 ’33. Stóra-grágæs (ungi), merktur á Bárðardalsafrétt þ. 25/7 ’33. Skotin skammt frá höfninni í Westford-borg á frlandi, á Gamla- ársdag ’33. ^ Immnlands hefir náðst: Veiðibjalla (svartbakur), ungi, merktur þ. 9/7 ’33 hjá. Hvammi í Landssveit, Rangárvallasýslu. Skotinn í Vestmanna- eyjum þ. 18/11 ’33. M. B. Krían. Eg er vaxinn upp við mikið og allf jölbreytilegt fuglalíf; þótti mér snemma krían skemmtilegust allra fugla, verður og ekki sagt að nokkur fugl sé henni fríðari, og mikla virðingu á hún skilda fyrir það tvennt, hve óáleitin hún er um allt, sem hana varðar ekki, en ver rétt sinn og annara fugla, er í henn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.