Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 49

Náttúrufræðingurinn - 1934, Qupperneq 49
NÁTTÚRUFlt. 41 ar griðum sitja, fyrir hverskonar yfirgangi sem er, og mun fáum dælt að eiga gráan leik við hana, þegar því er að skifta. Hefir hún einu sinni orðið mér að miklu liði, og hefir dregist stórum lengur en skyldi að minnast þess og þakka. Sumarið 1911 átti eg heima á Blönduósi; var eg löngum í vinnu og snúningum við verzlun C. Höepfners, er enn veitti þá forstöðu Pétur Sæmundsen, en mikill ráðamaður við verzlunina var Edvald heitinn sonur hans. — Hafði hann keypt um vorið valsunga 5 — fimm —, er náð hafði verið úr Blöndugili. Voru þeir geymdir í búri langt fram eftir sumri, og fóðraðir vel, og betur en svo; en með e.s. Botnia, sem kom á Blönduós í ágúst, skyldu bræður þessir sigla til útlanda. Bað Evald mig að taka valina út úr búrinu, og setja í nýtt rimlabúr laust, er þeim var fengið til íbúðar. Bauð Evald mér mikinn varnað við klóm þeirra og nefi. Hlýddi eg því ráði, og vafði valsungana striga, er eg færði þá milli fangelsanna. Tókst þetta mætavel við fjóra val- ina, en við hinn fimmta hefi eg verið orðinn ógætnari, og talið öllu óhætt, en hvað sem um það er, þá vildi svo til, er eg hafði komið síðasta valnum niður í búrið, en kippti upp striganum, að valurinn hafði fest kló í strigann, og kippti eg honum því upp ásamt. Beið ekki valurinn boðanna, en losaði kló sína þeg- ar úr striganum og tók flugið allhratt, og stefndi norður yfir Blöndu. Þá var lágsævi; stóðu eyrar upp úr ánni, og var þá og ávallt, er svo stóð á, sægur kría. Létu þær ekki á sér standa, heldur snéru allar í einn flokk og flota móti óvininum; varð valurinn svo hræddur, að hann sneri aftur þegar, og hrökklað- ist á fluginu til sama lands, og settist þar í horn tveggja kofa, en kríurnar váfðu yfir honum. Tók eg hann þar griðalausan; hreyfði hann sig hvergi, svo vel hefði eg mátt vera að öllu varnarlaus fyrir honum.Virtist hann allfeginn, er hann komst í búrið, til bræðra sinna. Síðan þetta var hefi eg staðið í mikilli þakkarskuld við kríuna, er eg fæ ekki goldið. En mjög skyldi hún rómuð, hinn litli fagri fugl, er heldur lætur líf sitt en hlut sinn við hvern, sem er að eiga. Ritað 13. janúar 1934. Arni Arnason frá Höfðahólum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.