Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1934, Page 50
42 NÁTTÚRUFR. Fimm nýjar skordýrategundir fyrir ísland. Á síðustu tíu árum hefir snarpari atrenna verið gerð til aukinnar þekkingar á skordýralífi íslands en nokkru sinni fyrr. Sumarið 1856 dvaldi hér ásamt nokkrum samverkamönnum sínum Dr. O. Staudinger, þýzkur skordýrafræðingur. Telur hann í merkri ritgerð1), er hann samdi að rannsóknunum loknum 312 teg. skordýra á landinu. Af þeim íslendingum, sem fengizt hafa við rannsóknir á ís- lenzkum skordýrum, og söfn eru til frá, sem unnið hefir verið úr, má fremsta telja próf. Guðmund lækni Magnússon og Dr. Bjarna Sæmundsson. Sænskur skordýrafræðingur, Carl H. Lindroth, ferðaðist hér um land sumurin 1926 og 1929 og safnaði mjög miklu í bæði skipttin. Árið 1931 kom út ágæt bók2) eftir hann um rann- sóknirnar og lýsing á skordýralífi landsins. Getur hann þar alls hins helzta, sem áður hefir verið ritað um íslenzk skordýr, og telur þær tegundir, sem fyrr eru fundnar. Fyrir bók þessa hlaut hann doktorsnafnbót, en hún er það bezta rit, sem nokkru sinni hefir verið samið um skordýralíf Is- lands, og ómissandi hverjum þeim, sem í framtíðinni fæst við rannsóknir á þessari vísindagrein hér á landi. í bókinni eru tald- ar 700 skordýrategundir, sem fyrr og síðar hafa fundizt á ís- landi. — Síðan bók C. H. Lindroths kom út hefir allmilcið verið unn- ið að rannsóknum á skordýraríki íslands, bæði af hálfu Dana og íslendinga. All-mikil söfn eru nú í Reykjavík og Kaupmanna- höfn, sem enn er óunnið úr. Vafalaust gefa þau mikla aukna þekkingu á skordýrum landsins, þegar tími vinnst til að rann- saka þau til hlýtar. Við byrjunarrannsókn á þeim skordýrasöfnum, sem fyrir liggja í Reykjavík, hafa þegar komið í ljós margar nýjar teg- undir fyrir héruð og heila landsfjórðunga, en auk þess fimm tegundir, sem aldrei hafa áður fundizt hér á landi. Þær tilheyra 1) Dr. 0. Staudinger: Reise nach Island zu entomologischen Zweken unternommen. (Entomologische Zeitung 18. Jahrgang, 1857, bls. 209—289 — Stettin). — 2) Carl H. Lindroth: Die Insektenfauna Islands und ihre Probleme. Inaugural Dissertation; Uppsala 1931.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.