Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 52
44
NÁTTCtRUFR'.-
gerði dýrin ófrjó, sprautaði prófessorinn koffeín-upplausn inn
í blóðið, og hafði það sömu áhrif eins og ef drukkið var sterkt.
kaffi. Á hinn bóginn reyndist kaffi, sem ekkert var í af koffeíni,
algerlega skaðlaust.
Með því að gefa dýrunum lítið af kaffi, var hægt að venja
þau við eitrið, einkum karldýrin. Aldrei var þeim gefið meira
í einu en það, þegar verið var að reyna áhrif eitursins á kyn-
kirtlana, að engum öðrum líffærum líkamans væri hætta búin.
Það kom í ljós, að koffeín er eitur, sem skaðar kyn-kirtlana, fyrr
en nokkur önnur líffæri. Væru dýrin látin neyta mikils af því,.
rejmdist það einnig skaðlegt nýrunum, hjartanu, lifrinni og
þörmunum, en allra fyrst urðu kyn-kirtlarnir fyrir áhrifum þess..
Eigi verður fullyrt um gildi þessara tilrauna, þegar um
manninn er að ræða, meðal annars vegna þess, að maðurinn er
miklu sterkari gegn eitrinu en kanínur. Þó telur próf. Stieve, að
komið geti til mála, að koffeín hafi einnig deyfandi áhrif á kyn,-
kirtla mannslíkamans.
Á. F..
Hið »þunga vatn«.
Vatnið er eitthvert almennasta og um leið eítthvert þýð-
ingarmesta efnasamband á jörðu vorri. Meginhluti dýra- og;
plöntulíkamans er vatn, 65 % — sextíu og fimm hundruðustu
hlutar — af líkama mannsins er vatn. Fram á allra síðustu tíma.
hafa leikmenn og lærðir trúað því og treyst, að vatn væri alltaf
vatn, það er að segja óbreytanlegt að eðli og efnasamsetningu-
Einmitt þess vegna hefir vatnið verið notað til þess að byggja á
ýmsar einingar, sem notaðar eru daglega við ýmsar mælingar.
Þannig hefir það verið nefnt 0 stiga hiti, þegar hreint vatn
fraus, en 100 stiga hiti (Celsíus), þegar hreint vatn sauð. Ein
hitaeining hefir það hitamagn verið kallað, sem fór tl þess að
hita einn tenings-sentimetra af hreinu vatni um eitt stig (16.5—
17.5 ° C.), og loks er eðlisþungi allra hluta miðaður við vatn
(4 ° C. heitt). Allt þetta hefir vitanlega byggst á því, að vatnið
væri alltaf það sama við sama hitastig.
Að samsetningu er vatnið mjög einfalt (H20), það er gert.
úr tveimur atómum af vetni (H) og einu atómi af súrefni (0)..
Þegar gengið var út frá því, að vetnið hefði atómþungann 1