Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1934, Síða 54
46 NÁTTÚRUFR.. eins og aðrir — og mér gaf á að líta! Loft var alheiðríkt og stjörnubjart, norðurljósabelti var 25—30 stig yfir sjóndeildar- hring á norðurloftinu, en dimmur stormbakki neðst og bar lítið á honum þá. Það bjarmaði aðeins fyrir tunglinu uppi yfir Eyja- fjallajökli, héðan að sjá, og bagaði því ekki birtan af því, fyrr en það kom alveg upp. Útsýni er héðan úr skólanum ágætt í allar áttir loftsins. Það mátti segja, að um þessar mundir var sem stjörnum rigndi í hvaða átt sem litið var. Ekkert viðlit var að koma tölu á þær, stundum örðugt fyrir augað að fylgjast með hreyfingunum, svo var drífan þétt, en ekki var það með jafni. Stundum varð hlé á nokkur augnablik, en síðan varð drífan því örari á eftir. Fyrst virtust hröpin vera tíðust á norðurloftinu, en það var ekki nema litla stund, því að í hinum áttunum var sama að sjá. öll virtust hröpin koma efst úr hvelfingunni og dreifast þaðan í allar áttir, en ekki alltaf jafnt í öllum áttum. Þessu hélt áfram fram undir klukkustund, en var þó mest fyrst,. ogbyrjaði nokkru áður en eg sá það, líklega áður en full-rokkið var. Skömmu fyrir kl. 10 leit eg síðast út, og voru stjörnuhröpin þá orðin strjál, en alls ekki hætt. Þá var komið glaða tungls- ljós og norðurljósabirta, og veðurbakkinn í norðrinu kominn hátt á loft, enda var þá að skella á norðanstormur, sem hélzt alla nóttina og daginn eftir. Mönnum kemur ekki saman um, hve lengi hafi kveðið allra mest að stjörnuhröpunum, líklega þó kl. 6Y2—8, og ekki heldur hve lengi þau sáust fram eftir nóttinni. — Aldrei hefi eg áður séð þvílíka mergð af stjörnuhröpum.. Minnist eg þess þá, er eg hafði áður heyrt, að þessa nótt væru jafnan mestu stjörnuhröp ársins, en aldreitekizt að sjá þau fyrr; hélt að svona ættu þau að vera. En kunnugir menn segja mér,. að þetta hafi verið langt fram yfir það venjulega. Annars vil eg geta þess, að eg hefi marg-oft rekið mig á, að almenningur tekur yfirleitt miklu minna eftir stjörnuhröpum (og fáséðum grösum), en búast mætti við. Það er ekki laust við, að fólki standi geigur af stjörnuhröpunum, enda er ekki langt síðan að- hjátrú í sambandi við þau kulnaði út. Stjörnuhröpin, sem sáust í Vestmannaeyjum að kvöldi hins- 9. okt. síðastliðinn, voru áreiðanlega sjaldgæft fyrirbrigði, og svo greinileg, að allur þorri bæjarbúa sá þau og þusti út úr hús- um til að horfa á þau. Veður var kyrrt, meðan mest bar á þeim og tunglið þá ekki komið upp, og norðurljósin dauf, en dimmblá heiðríkja í hálofti. Þetta breyttist þó, er á kvöldið leið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.