Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1936, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 161 ciiiiimmiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimmiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiii Carl v. Linné. í sunnanverðri Svíþjóð er hérað það, er Smálönd nefnist. Land er þar ófrjótt og hrjóstrugt. Þar skiptast á mýraflesjur, vötn og grýttir hálsar og hæðir, sem vaxin eru furuskógum, sem erfiðir reynast mannshöndinni, ef land skal tekið til ræktunar. En þessi ófrjóa náttúra hefir skapað þar harðgerða þjóð og þrautseiga, og frá Smálöndum er komið margt af ágætismönnum Svía. Meðal þeirra er maður sá, er hér skal gerður að umtalsefni, grasafræð- ingurinn mikli Carl v. Linné. Maðurinn, sem ætíð verður talinn meðal hinna fremstu vísindamanna, er þátt hafa átt í því að skapa náttúrufræðina sem vísindagrein, og hlaut heiðursnafnið „Blomsterkonungen" þegar í lifanda lífi, og ber það nafn með rentu. •— Carl Linnæus, en það var skírnarnafn hans, fæddist 23. maí 1707 á prestsetrinu Ráshult í sunnanverðum Smálöndum. Var hann af bændaættum, en faðir hans var prestur. Hann hafði að lærðra manna sið tekið ættarnafn og lagað það eftir latnesku máli. Var það nafnið Linnæus, og var dregið af linditré einu fögru, er óx á ættarleifð hans. Nafninu breytti Linnæus yngri, er hann var tekinn í aðalsmannatölu, og er nafnið Linné þannig til komið. Mun eg nota það nafn héðan af í grein þessari. Síra Linnæus hafði mikinn hug á garðyrkju. Hann átti stóran blómsturgarð og lagði mikinn hug á að safna sjaldgæfum teg- undum. Carl litli sýndi þegar í bernsku mikinn áhuga um garðinn. Hann fékk reit í honum til eigin umráða og sýndi mikla kost- gæfni í umhirðingu hans og söfnun tegunda þangað, en faðir hans veitti honum eftir megni fræðslu um blóm og jurtir. Sannaðist hér sem oftar, „að snemma beygist krókurinn til þess, er verða vill“. — Sjö ára gamall var Carl settur í latínuskólann í Váxsjö. En þótt foreldrar hans og aðrir, er þekktu hann, teldu hann góðum gáfum gæddann, gekk námið fremur stirt, því að honum lét lítt að stagla latneska og gríska málfræði, en það voru þá aðalnáms- greinar skólans, og hver nemandi metinn eftir frammistöðu hans í þeim greinum. Aftur á móti drakk hann í sig allan fróðleik, er laut að stærðfræði og náttúrufræði, en slíkt stuðlaði lítt að því að auka honum hylli eða álit lærifeðranna. Þó var einn í þeirra hópi, ll

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.